2021
Nýir amigos [vinir]
September 2021


Nýir amigos [vinir]

Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.

Brigit kunni ekki spænsku. Hvernig gæti hún hitt nokkurn?

„Gestur var ég og þér hýstuð mig“ (Matteus 25:35).

Ljósmynd
family driving car through street in Caracas

Brigit starði út um bílrúðuna þegar fjölskylda hennar ók um þröngar götur Caracas í Venesúela. Þar voru heimili í skærum litum og stór, grænleit fjöll. Þetta var fallegur staður. Mamma og pabbi sögðu að það yrði nýtt ævintýri að búa hér.

Brigit var áhyggjufull, þrátt fyrir það. Í dag var fyrsta skiptið sem þau fóru til kirkju í nýja landinu þeirra.

Mamma sneri sér að Brigit. „Er allt í lagi, elskan?“ spurði hún. „Þér lítur ekki út fyrir að líða vel.“

Brigit sneri upp á hendur sínar. „Ég er hrædd. Ég tala ekki spænsku. Hvernig get ég eignast vini?“

Mamma teygði sig til að halda í hönd Brigit. „Ég veit að þú hefur áhyggjur. Þetta verður samt allt í lagi. Dragðu djúpt andann.“

Brigit horfði niður á hendur sínar. Þær voru kaldar, þótt það væri heitt úti. Hjarta hennar sló hraðar og henni leið skringilega í maganum þegar bíllinn keyrði inn á bílastæði kirkjunnar. Hvernig yrði í kirkju? Myndi hún skilja nokkuð?

Brigit leið eins og aðkomumanni þegar hún gekk inn í kirkjuna. Hún leit á hinar fjölskyldurnar í kringum sig, allar töluðu þær spænsku. Svo sá hún tvær stelpur sem litu út fyrir að vera á hennar aldri.

Um leið og stelpurnar sáu Brigit, flýttu þær sér til hennar. Þær töluðu hratt, með gleðilegri röddu og stóru brosi.

Hún skildi samt ekkert sem þær sögðu. Fara þær í burtu, þegar þær komast að því að ég tala ekki spænsku? hugsaði hún.

Brigit dró djúpt andann. „No hablo español,“ sagði hún og hristi höfuðið. „Ég tala ekki spænsku.“ Hún byrjaði að tárast.

Stelpurnar ypptu öxlum og brostu enn breiðar. Ein stelpan benti á sjálfa sig og sagði „Dayana.“ Svo benti hún á hina stelpuna og sagði „Andrea.“

Áhyggjur Brigit tóku að dvína. Hún brosti til stelpnanna og benti á sjálfa sig. „Brigit.“

Dayana og Andrea fengu sér sæti hjá Brigit. Þær kenndu henni að segja „ritningar“ á spænsku, ásamt nokkrum öðrum orðum. Þegar sakramentissamkoman hófst, hafði Brigit hlýju og frið í hjarta.

Eftir Barnafélagið settust Brigit og nýju vinkonur hennar í grasið fyrir utan kirkjuna, meðan foreldrar þeirra röbbuðu. Dayana og Andrea kenndu Brigit nokkur spænsk orð í viðbót. Svo benti Dayana á tré og spurði: „¿Inglés?“

Ljósmynd
three girls sitting under palm tree

Brigit brosti og benti líka. „Tré,“ sagði hún. Hún geislaði og benti á fleiri hluti og sagði hvað þeir hétu á ensku. Dayana og Andrea endurtóku ensku orðin. Þær kenndu henni síðan að segja þau á spænsku. Brigit lærði alls konar gagnleg orð, eins og libro (bók), casa (hús) og coche (bíll). Best af öllu, þær kenndu henni að segja amigos (vinir).

Bráðlega var tími kominn til að fara heim. Brigit veifaði Dayönu og Andreu bless.

„Hvernig var fyrsti dagurinn þinn í kirkju í Venesúela?“ spurði pabbi.

Brigit brosti. „Hann var frábær! Ég eignaðist nokkra vini og þeir eru að kenna mér spænsku!“

„Það er dásamlegt! Ég er svo ánægður með að þú hafir átt góðan dag.“

Brigit hugsaði um hvernig Dayana og Andrea buðu hana velkomna. Henni leið ekki lengur eins og aðkomumanni. Hún vissi að himneskur faðir hafði hjálpað henni að eignast vini. Hún gat heldur ekki beðið eftir að uppgötva hvað tími hennar í Caracas myndi leiða í ljós!

Prenta