„Máttur andlegs skriðþunga,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Sunnudagsmorgunn
Máttur andlegs skriðþunga
Útdráttur
Skriðþungi er máttugt hugtak. …
Í dag vil ég leggja til fimm sértækar aðgerðir sem við getum gert til að hjálpa okkur að viðhalda jákvæðum andlegum skriðþunga.
Fyrsta: Farið á sáttmálsveginn og haldið ykkur á honum. …
… Sáttmálsvegurinn [er] eini vegurinn sem [leiðir] til upphafningar og eilífs lífs.
Uppgötvið gleði daglegrar iðrunar. …
… Iðrun er lykillinn að framþróun. Sönn trú hjálpar okkur að halda áfram á sáttmálsveginum.
Óttist hvorki að iðrast, né sláið iðrun á frest. …
Þriðja ábending mín: Lærið um Guð og hvernig hann vinnur. …
… Mótefnið við ráðabruggi Satans [er] augljóst: Við þurfum að tilbiðja Drottin daglega og læra fagnaðarerindi hans. …
Ábending númer fjögur: Leitið og væntið kraftaverka. …
… Fátt eykur andlegan skriðþunga ykkar meira en skilningur á því að Drottinn hjálpar ykkur að færa fjöll í lífi ykkar.
Ábending númer 5: Bindið enda á ágreining í einkalífi ykkar. …
… Sýnið auðmýktina, hugrekkið og styrkinn sem þarf, bæði til að fyrirgefa og biðjast fyrirgefningar. …
… Ef fyrirgefning virðist ómöguleg að sinni, biðjið þá að kraftur fyrir friðþægingarblóð Jesú Krists hjálpi ykkur. Þegar þið gerið það, lofa ég persónulegum friði og mikilli aukningu andlegs skriðþunga. …
Þegar þið framfylgið þessum atriðum, lofa ég ykkur styrk til að halda áfram á sáttmálsveginum af auknum skriðþunga, sama hvaða hindrunum þið standið frammi fyrir. Ég lofa ykkur auknum styrk til að standast freistingar, meiri hugarró, lausn frá ótta og aukinni samheldni í fjölskyldu ykkar.