2022
Guðlegt eðli ykkar og eilíf örlög
Maí 2021


„Guðlegt eðli ykkar og eilíf örlög,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Kvennahluti

Guðlegt eðli ykkar og eilíf örlög

Útdráttur

veggspjald með broskörlum

Hala niður PDF skjali

Hinar djúpstæðu kenningar sem kenndar eru í þema Stúlknafélagsins eru mikilvægar fyrir stúlkur en eiga við um alla …

… Í fyrsta lagi: Þið eruð ástkærar dætur. Ekkert sem þið gerið – eða gerið ekki – getur breytt því. Guð elskar ykkur. …

Önnur sannindin eru að við eigum himneska foreldra, föður og móður. …

Þriðju sannindin í fyrstu málsgrein þema Stúlknafélagsins er að við höfum „guðlegt eðli.“ Þetta er órjúfanlegt frá eðli okkar. Það er andlega „erfðafræðilegt,“ erft frá himneskum foreldrum okkar. …

Fjórðu sannindin eru að við eigum okkur „eilíf örlög.“ …

… Okkur er frjálst að velja, en við getum ekki valið afleiðingar þess að fylgja ekki hinni opinberuðu leið. …

Þegar við iðrumst af einlægni er ekkert andlegt ör eftir, sama hvað við gerðum, hve alvarlegt það var eða hversu oft sem við endurtókum það. Jafn oft og við iðrumst og biðjumst einlæglega fyrirgefningar, getur okkur verið fyrirgefið. …

… Styrkur [kemur] vegna trúar á Jesú Krist og með því að gera helga sáttmála.

… Þegar við höldum sáttmála okkar, hljótum við kraft Guðs í líf okkar.

… Himneskur faðir okkar vill að þið verðið erfingjar hans og hljótið allt sem hann á. Hann getur ekki boðið ykkur meira. Hann getur ekki heitið ykkur meiru. Hann elskar ykkur meira en þið gerið ykkur grein fyrir og vill að þið séuð hamingjusöm í þessu lífi og komandi lífi.