„Fullur lotningar yfir Kristi og fagnaðarerindi hans,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Sunnudagssíðdegi
Fullur lotningar yfir Kristi og fagnaðarerindi hans
Útdráttur
Ég [hef] hugleitt hversu mikið meira andlegt undur, ef svo mætti segja, við gætum og ættum að upplifa gagnvart fagnaðarerindi Jesú Krists og hverju það getur breytt fyrir lærisveinshlutverk okkar og ferð okkar í áttinni að eilífu lífi. …
… Kjarni viðfangsefnis okkar í þessari ferð er að sjálfsögðu æðstu boðorðin tvö: að elska Drottinn Guð okkar og náungann eins og okkur sjálf. …
… Þegar við því sannlega einsetjum okkur að helga okkur því að horfa til hans og læra af fullkomnu fordæmi hans, lærum við að þekkja hann betur. Við verðum áhugasamari og þráum heitar að tileinka okkur æðstu staðlana um hvernig okkur ber að lifa, hvaða fordæmi okkur ber að setja og hvaða boðorðum að hlýða. …
Kæru vinir mínir, allt þetta styrkir okkar andlegu hrifningu á fagnaðarerindinu og hvetur okkur til að halda sáttmálana sem við gerum við Drottin af gleði – jafnvel mitt í hringiðu þeirra erfileika og áskorana sem við upplifum. …
… Ég bið þess að við munum ávallt fyllast lotningu gagnvart Jesú Kristi og hans algeru, altæku og fullkomnu elsku. Megi minning þess sem augu okkar hafa séð og hjörtu okkar skynjað auka undrun okkar yfir friðþægingarfórn frelsarans, sem getur læknað okkur af andlegum og tilfinningarlegum sárum okkar og hjálpað okkur að koma nær honum.