2022
Fylgja Jesú: Vera friðflytjandi
Maí 2021


„Fylgja Jesú: Vera friðflytjandi,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Laugardagsmorgunn

Fylgja Jesú: Vera friðflytjandi

Útdráttur

veggspjald af fjöllum sem bera við sjóndeildarhringinn

Hala niður PDF skjali

Drottinn kenndi hvernig lifa á þá og nú í heimi fyrirlitningar. „Sælir eru friðflytjendur,“ lýsti hann yfir, „því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða“ [Matteus 5:9]. …

Hvernig róa og kæla friðflytjendur eldskeytin? Vissulega ekki með því að lyppast niður frammi fyrir þeim sem gera lítið úr okkur. Við verðum öllu heldur fullviss í trú okkar, miðlum trú okkar af sannfæringu, en alltaf án reiði eða óvildar. …

Hvað gefur okkur innri styrk til að kæla, róa og slökkva eldskeyti sem beind eru að sannleikanum sem við elskum? Styrkurinn kemur frá trú okkar á Jesú Krist og trú okkar á orð hans. …

Þótt auðmjúk þrá okkar sé sú að kenningar frelsarans verði virtar af öllum, þá eru orð Drottins með spámönnum hans oft í andstöðu við hugsanagang og stefnur heimsins. Þannig hefur það alltaf verið. …

Við elskum og berum einlæga umhyggju fyrir öllu samferðafólki okkar, hvort sem það trúir því sama og við eða ekki. …

… Það koma stundir þar sem við, sem friðflytjendur, þurfum að halda aftur af þeirri hvöt að svara og þess í stað sýna virðugleika og vera hljóð. …

… Því miður munu ekki allir vera staðfastir í kærleika sínum til frelsarans og staðráðnir í því að halda boðorð hans. …

Við getum líka forðast deilur og blessað líf annarra, þótt við einangrum okkur ekki í eigin horni. …

Megum við elska hann og elska hvert annað. Megum við verða friðflytjendur, svo við getum kallast „börn Guðs.“