„Prédika fagnaðarboðskap friðarins,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Laugardagsmorgunn
Prédika fagnaðarboðskap friðarins
Útdráttur
Frá síðustu ráðstefnu, er ekkert lát á erfiðleikum í heiminum. Heimsfaraldurinn hefur enn áhrif á líf okkar. Nú hefur heimurinn hins vegar verið í uppnámi út af stríði. …
Bræður og systur, aldrei hefur verið meiri þörf fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists en á okkar tíma. … Ég elska Drottin Jesú Krist og vitna að fagnaðarerindi hans er eina varanlega friðarlausnin. …
… Við höfum þá helgu ábyrgð að deila krafti og friði Jesú Krists með öllum sem vilja hlusta og láta Guð ríkja í eigin lífi.
Sérhver sá sem hefur gert sáttmála við Guð hefur lofað að láta sér annt um aðra og þjóna nauðstöddum. Við getum sýnt trú á Guð og ávallt verið fús til að svara þeim sem spyrja um „[vonina] sem í [okkur] er“ [1. Pétursbréf 3:15]. …
Í dag staðfesti ég eindregið að Drottinn hefur boðið sérhverjum verðugum, dugandi, ungum manni að búa sig undir og þjóna í trúboði. …
Fyrir ykkur, ungu og dugandi systur, er trúboð einnig áhrifaríkt, en valfrjálst tækifæri. …
… Við bjóðum einnig eldri hjón velkomin til þjónustu, ef aðstæður þeirra leyfa. …
Allir trúboðar kenna og vitna um frelsarann. Hið andlega myrkur í heiminum gerir þörfina á ljósi Jesú Krists mikilvægari en nokkru sinni áður. Allir verðskulda að þekkja hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists.