2022
Af öllu hjarta
Maí 2021


„Af öllu hjarta,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagssíðdegi

Af öllu hjarta

Útdráttur

veggspjald af eyri ekkjunnar

Hala niður PDF skjali

Að vera lærisveinn Jesú Krists, er ekki bara eitt af mörgu sem við gerum. Frelsarinn er hinn hvetjandi kraftur að baki alls þess sem við gerum. …

Hvað þá með þau mörgu verkefni og skyldur sem gera líf okkar svo annasamt? …

„Því að himneskur faðir yðar veit, að þér þarfnist alls þessa.

En leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans, og allt þetta mun bætast yður að auki“ [3. Nefí 13:32–33; sjá einnig Matteus 6:32–33].

Það merkir þó ekki að þetta sé auðvelt. Það krefst bæði fórnar og helgunar.

Það gerir kröfu um að láta af sumu og auka við annað.

… Að fórna, merkir að láta af einhverju í þágu þess sem er meira virði. …

Helgun er frábrugðin fórn hið minnsta á einn mikilvægan hátt. Þegar við helgum eitthvað látum við það ekki eyðast upp á altarinu. Við látum það öllu heldur verða að gagni í þjónustu Drottins. Við helgum honum það og hans heilaga tilgangi. …

Þegar við skoðum líf okkar og sjáum hundrað hluti sem þarf að gera, fallast okkur hendur. Þegar við sjáum eitt verk – að elska og þjóna Guði og börnum hans, á hundrað mismunandi vegu – þá getum við einblínt á það með gleði.

Þannig gefum við alla sál okkar – með því að fórna öllu sem heldur aftur af okkur og helga allt annað Drottni og tilgangi hans.