„Stöðug í storminum,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Laugardagsmorgunn
Stöðug í storminum
Útdráttur
Fyrir þau okkar sem bera ugg í brjósti vegna okkar sjálfra og ástvina okkar, þá er von í loforði Guðs um öruggan stað í væntanlegum stormum. …
Spádómsorð Benjamíns konungs eiga við um okkur á okkar tíma. …
Hann bauð fólki sínu og okkur að byggja á hinu eina örugga bjargi, sem er frelsarinn. Hann gerði ljóst að okkur væri frjálst að velja á milli rétts og rangs og að við gætum ekki komist hjá afleiðingum vals okkar. …
Eðli okkar breytist í það að verða eins og lítið barn, sem er hlýðið Guði og kærleiksríkara. Þessi breyting mun gera okkur kleift að njóta gjafanna sem koma með heilögum anda. Að eiga samfélag andans, mun hugga, leiðbeina og styrkja okkur. …
Þegar lífsins stormar koma, getið þið verið stöðug, því þið standið á trúarbjargi ykkar, Jesú Krist. Sú trú mun leiða ykkur til daglegrar iðrunar og stöðugleika í sáttmálshaldi. Þið munið alltaf minnast hans. Í gegnum storma óvildar og illsku munið þið finna að þið eruð stöðug og vongóð. …
… Takið á móti liðsinni hans, eins og ljúft og elskandi barn. Gerið og haldið þá sáttmála sem hann býður í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þeir munu styrkja ykkur. Frelsarinn þekkir stormana og griðarstaðina á veginum heim til sín og himnesks föður. Hann þekkir veginn. Hann er vegurinn.