2022
Öll eigum við okkur sögu
Maí 2021


„Öll eigum við okkur sögu,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Laugardagssíðdegi

Öll eigum við okkur sögu

Útdráttur

veggspjald af pappírskallakeðju

Hala niður PDF skjali

Vinir, bræður og systur, öll eigum við okkur sögu. Þegar við uppgötvum sögu okkar, þá tengjumst við, tilheyrum við, verðum við. …

Þekkið þið ykkar sögu? …

… Tengið þau nöfn ættmenna sem þið munið eftir hinum tíu milljarða leitarnafna sem FamilySearch hefur nú í netsafni sínu og 1,3 milljarða einstaklinga í ættartré þess. …

… Við heiðrum áa okkar með því að ljúka upp himnum fyrir tilstilli musteris- og ættarsögustarfs og með því að verða hlekkur í kynslóðakeðju okkar. …

Að tengjast áum okkar, getur breytt lífi okkar á óvæntan hátt. Af raunum þeirra og afrekum, öðlumst við trú og styrk. Af elsku þeirra og fórnum, lærum við að fyrirgefa og halda áfram. …

… Óeigingjörn musterisþjónusta í þágu ástvina, gerir friðþægingu frelsarans raunverulega fyrir þá og okkur. Helguð getum við snúið aftur í návist Guðs sem eilíflega sameinaðar fjölskyldur. …

Hvað getum við gert núna? …

… Safnið myndum af þeim og sögum; gerið minningar þeirra raunverulegar. Skráið nöfn þeirra, reynslu, lykildagsetningar. Þau eru fjölskyldan ykkar – fjölskyldan sem þið eigið og fjölskyldan sem þið viljið. …

Í öðru lagi, látið ævintýri ættarsögunnar vera með ráðum gert og blátt áfram. …

Í þriðja lagi, skulið þið fara á FamilySearch.org. Sækið tiltæk farsímaforrit. …

Í fjórða lagi, hjálpið við að sameina fjölskyldur að eilífu. …

Öll eigum við okkur sögu. Komið og uppgötvið ykkar. Komið, finnið rödd ykkar, söng ykkar, samhljóm ykkar í honum.