„Gerið það sem skiptir mestu,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.
Kvennahluti
Gerið það sem skiptir mestu
Útdráttur
Það að vera lærisveinn Jesú Krists snýst um meira en að vona bara og trúa. Það kallar á vinnu, framkvæmd og staðfestu. Það krefst þess að við gerum eitthvað. …
Þegar við leggjum okkur fram við að gera eitthvað eða hvað sem er, gætum við spurt okkur sjálf: „Hvað skiptir mestu?!“ …
-
Hve mörg „læk“ við fáum á samfélagsmiðlapóstunum okkar? Eða að himneskur faðir okkar elskar okkur og metur.
-
Ganga í nýjasta tískufatnaðinum? Eða að við virðum líkama okkar með því að klæðast siðsamlega?
-
Finna svör í gegnum leit á netmiðlum? Eða að hljóta svör frá Guði í gegnum heilagan anda?
-
Langa í meira? Eða að vera sáttur við það sem okkur hefur verið gefið? …
… Fagnaðarerindi Jesú Krists er fagnaðarerindi framkvæmda og fagnaðarerindi gleði! Ekki vanmeta getu okkar til að gera það sem skiptir mestu. Guðleg arfleifð okkar veitir okkur hugrekki og sjálfsöryggi til að gera og vera allt það sem ástríkur himneskur faðir okkar veit að við getum verið. …
… Þetta snýst ekki um að gera meira. Þetta snýst um að gera það sem skiptir mestu. Það er að beita kenningu Krists í lífi okkar er við vinnum að því að verða líkari honum. …
Þegar líf okkar snýst um Jesú Krist, erum við leidd að því sem skiptir mestu. Við verðum þá blessuð með andlegum styrk, ánægju og gleði!