Gerið það sem skiptir mestu
Þegar líf okkar snýst um Jesú Krist, erum við blessuð með andlegum styrk, ánægju og gleði.
Ekki fyrir löngu fannst kærri vinkonu minni að hún ætti að heimsækja konu í deild sinni. Hún ýtti því frá sér því hún þekkti hana sama og ekkert – það var ekkert vit í því. Þar sem hugsunin lét hana ekki í friði, ákvað hún að hlýta hvatningunni. Vegna þess að henni leið nú þegar illa vegna væntanlegrar heimsóknar, ákvað hún að það myndi draga úr kvíða hennar ef hún færði systurinni eitthvað. Að sjálfsögðu gat hún ekki farið tómhent! Hún keypti því box af ís og fór af stað í þessa óþægilegu heimsókn.
Hún bankaði hjá systurinni og stuttu síðar kom hún til dyra. Vinkona mín rétti henni ísinn í brúnum poka og samtalið hófst. Það leið ekki á löngu þar til að vinkona mín gerði sér grein fyrir að það var þörf fyrir þessa heimsókn. Þar sem þær sátu saman á veröndinni, upplýsti konan um fjölda áskorana sem hún stóð frammi fyrir. Eftir að hafa talað saman í klukkutíma tók vinkona mín eftir að ísinn var að bráðna í gegnum brúna pokann.
Hún sagði“ „Mér þykir það leitt en ísinn þinn hefur bráðnað!“
Konan brosti vingjarnlega og sagði: „Það er allt í lagi. Ég er með laktósaóþol!“
Í draumi sagði Drottinn spámanninum Lehí: „Blessaður ert þú, Lehí, vegna breytni þinnar.“1
Það að vera lærisveinn Jesú Krists snýst um meira en að vona bara og trúa. Það kallar á vinnu, framkvæmd og staðfestu. Það krefst þess að við gerum eitthvað, séum „gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess.“2
Hvað skipti mestu í þessu tilfelli með bráðnaða ísinn? Ísinn? Var það kannski það að vinkona mín gerði eitthvað?
Ég átti yndislega stund með dásamlegri stúlku sem spurði mjög einlægrar spurningar: „Systir Craven, hvernig veistu hvort að eitthvað varðandi kirkjuna sé sannleikur? Því ég skynja ekkert.“
Áður en ég stökk af stað til að svara henni, spurði ég hana nokkurra spurninga. „Segðu mér frá ritningarnámi þínu.“
Hún svaraði: „Ég les ekki ritningarnar.“
Ég spurði: „Lestu með fjölskyldu þinni?“ Lesið þið Kom, fylg mér saman?
„Nei,“ svaraði hún.
Ég spurði hana um bænir hennar: „Hvernig líður þér er þú biður bæna?“
Svar hennar var: „Ég bið ekki bæna.“
Svar mitt til hennar var einfalt: „Ef þú vilt vita eitthvað, verður þú að gera eitthvað.“
Er það ekki staðreyndin með hvað sem við viljum læra eða vita? Ég bauð þessari nýju vinkonu minni að virkja sig í fagnaðarerindi Jesú Krists: Biðja, lesa, þjóna öðrum og að treysta á Drottin. Trúarumbreyting verður ekki til við aðgerðarleysi. Hún verður til vegna krafts heilags anda er við leggjum fram ákveðna vinnu til að fá vitneskju, með því að spyrja, leita og knýja á. Hún verður að veruleika með framkvæmd.3
Í Kenningu og sáttmálum segir Drottinn nokkrum sinnum: „Það skiptir engu.“4 Það fær mig til að hugsa að ef sumir hlutir skipta engu, eða minna máli, þá hljóta að vera hlutir sem skipta mestu. Þegar við leggjum okkur fram við að gera eitthvað eða hvað sem er gætum við spurt okkur sjálf: „Hvað skiptir mestu?!
Auglýsendur nota oft slagorð eins og „nauðsynlegt“ eða „ómissandi“ í von um að lokka okkur til að trúa því að söluvara þeirra sé nauðsynleg hamingju okkar eða velferð. Er það sem þeir eru að selja í raun nauðsynlegt? Verðum við raunverulega að fá það? Skiptir það í alvöru máli?
Hér eru nokkur atriði til að hugleiða. Hvað skiptir mestu?
-
Hve mörg „læk“ við fáum á samfélagsmiðlapóstunum okkar? Eða að himneskur faðir okkar elskar okkur og metur.
-
Ganga í nýjasta tískufatnaðinum? Eða að við virðum líkama okkar með því að klæðast siðsamlega?
-
Finna svör í gegnum leit á netmiðlum? Eða að hljóta svör frá Guði í gegnum heilagan anda?
-
Langa í meira? Eða að vera sáttur við það sem okkur hefur verið gefið?
Russell M. Nelson forseti kennir:
„Með heilagan anda sem förunaut ykkar, getið þið séð í gegnum þá frægðartilbeiðslu sem heillað hefur samfélag okkar. Þið getið verið skynsamari en fyrri kynslóðir hafa verið. …
Setjið staðla fyrir alla heimsbyggðina!“5
Það þarf átak að halda athyglinni við það sem skiptir verulegu máli fyrir varanlega hamingju. Satan yrði hæst ánægður ef við legðum eilíf gildi okkar til hliðar, sem ylli því að við eyddum dýrmætum tíma, hæfileikum eða andlegum styrk í það sem skiptir engu máli. Ég býð okkur öllum að hugleiða staðfastlega hvaða hlutir dreifa huga okkar frá því að gera það sem skiptir mestu.
Þriðjubekkjarkennari elsta sonar okkar kenndi bekk sínum „stýrið heila ykkar.“ Það var áminning til ungra nemenda hennar um að þeir væru með stjórnina á hugsunum sínum og gætu því stýrt því sem þeir gerðu. Ég minni mig á að „stýra heila mínum“ þegar ég fer að ráfa burt frá því sem skiptir mestu.
Framhaldsskólanemandi sagði mér nýlega að það væri orðið vinsælt hjá sumum ungmennum kirkjunnar að hunsa boðorðin með úthugsaðri áætlun um að iðrast seinna. „Það er einskonar heiðursmerki,“ var mér sagt. Að sjálfsögðu mun Drottinn halda áfram að fyrirgefa þeim sem iðrast „einlæglega“6af auðmýkt. Hins vegar ætti aldrei að nota miskunnsama friðþægingu frelsarans á slíkan háðslegan máta. Við þekkjum söguna um týnda sauðinn. Vitanlega mun fjárhirðinn skilja hina 99 eftir til að finna þann eina sem hefur villst af leið. Getið þið ímyndað ykkur þá gleði sem þeir færa Drottni, sem velja að vera i hóp hinna 99? Þeirra sem halda saman og aðstoða hvern annan við að halda sáttmála sína? Getið þið séð séð fyrir ykkur þann heim, eða skólann ykkar eða vinnustað, eða heimili þar sem það væri vinsælast að vera hlýðinn? Þetta snýst ekki um að lifa lífinu fullkomlega – þetta snýst um að finna gleði á meðan við gerum okkar besta til að lifa eftir þeim sáttmálum sem við höfum gert við Drottinn.
Á meðan að heimurinn tjáir meiri efa um Guð og ringulreiðin og þrýstingurinn eykst, þá er þetta sá tími sem við verðum að halda okkur nærri spámanninum. Þar sem hann er málsvari Drottins, getum við treyst því að það sem hann hvetur til, ráðleggur okkur og biður okkur að gera er það sem skiptir mestu.
Þó að það sé ekki auðvelt þá er alltaf leið til að gera það sem rétt er. Í samtali við hóp vina í skólanum, varð stúlku illa við þegar samræðurnar snérust upp í það að gagnrýna staðla kirkjunnar. Hún gerði sér grein fyrir því að hún gat ekki verið þögul – hún varð að gera eitthvað. Af virðingu talað hún um elsku himnesks föður og hvernig boðorðin sem hann setur fyrir okkur séu gerð til að blessa okkur og vernda börn hans. Það hefði verið svo mikið auðveldara fyrir hana að gera ekkert. Hvað skipti samt mestu? Falla inn í hópinn? Eða að standa út sem vitni Guðs, „alltaf, í öllu og allsstaðar?“7
Ef hin endurreista kirkja Jesú Krists er að koma út úr óskýrleika, verðum við að koma út úr óskýrleika. Sem konur sem höldum sáttmála okkar, verðum við að lýsa ljósi fagnaðarerindisins um allan heim, með því að stíga upp og standa út. Við gerum þetta í sameiningu sem dætur Guðs – afl 8,2. milljóna kvenna frá 11 ára aldri og eldri sem vinna nákvæmlega sama verkið. Við söfnum Ísrael saman er við tökum þátt í verki sáluhjálpar og upphafningar, vinnum að því að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, önnumst aðra sem eru í þörf, bjóðum öllum að meðtaka fagnaðarerindið og sameinum fjölskyldur um eilífð.8 Fagnaðarerindi Jesú Krists er fagnaðarerindi framkvæmda og fagnaðaerindi gleði! Ekki vanmeta getu okkar til að gera það sem skiptir mestu. Guðleg arfleifð okkar veitir okkur hugrekki og sjálfsöryggi til að gera og vera allt það sem ástríkur himneskur faðir okkar veit að við getum verið.
Þema ungmennanna þetta árið er úr Orðskviðunum 3:5–6:
„Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“
Lykilatriði í því að treysta Drottni er að færast fram á við, trúa því að hann muni leiða okkur jafnvel þegar við höfum ekki öll svörin.
Systur, þetta snýst ekki um ísinn. Þetta snýst heldur ekki um að gera meira. Þetta snýst um að gera það sem skiptir mestu. Það er að beita kenningu Krists í lífi okkar er við vinnum að því að verða líkari honum.
Því meira sem við gerum til að halda okkur ákveðið á sáttmálsveginum, því meira mun trú okkar á Jesú Krist vaxa. Því meira sem trú okkar vex, því meira þráum við að iðrast. Því meira sem við iðrumst, því meira styrkjum við sáttmálssamband okkar við Guð. Það sáttmálssamband kallar okkur í musterið, því það er með því að halda musterissáttmála okkar sem við stöndumst allt til enda.
Þegar líf okkar snýst um Jesú Krist, erum við leidd að því sem skiptir mestu. Við verðum þá blessuð með andlegum styrk, ánægju og gleði! Í nafni Jesú Krists, amen.