Aðalráðstefna
Myndband: „Þið eruð þær konur sem hann sá“
Aðalráðstefna apríl 2022


3:15

Myndband: „Þið eruð þær konur sem hann sá“

Árið 1979 var Spencer W. Kimball forseti á sjúkrahúsi og bað hann eiginkonu sína, Camillu, að lesa ræðu sína á aðalfundi kvenna.

Systir Camilla Kimball: „Vöxtur kirkjunnar á hinum síðari dögum mun að stórum hluta verða rakinn til þess að fjölmargar góðar konur í heiminum (sem bera oft innra með sér mikla andlega gjöf) munu laðast að kirkjunni. Það mun gerast að svo miklu leyti sem konur í kirkjunni sýna réttlæti og skýrleika í framkomu og að því marki að konurnar í kirkjunni skeri sig áberandi úr – hvað gleði og hamingju varðar – frá öðrum konum í heiminum.1

Russell M. Nelson forseti: „Kæru systur, þið sem eruð bráðnauðsynlegir samstarfsaðilar okkar á þessum lokaspretti, dagurinn sem Kimball forseti sá í sýn, er í dag. Þið eruð þær konur sem hann sá. Dyggð ykkar, ljós, kærleikur, þekking, hugrekki, eðlisfar, trú og réttlátt líf, mun draga góðar heimsins konur, ásamt fjölskyldum þeirra, til kirkjunnar í þvílíkum fjölda sem á sér engin fordæmi!

Við … þurfum styrk ykkar, trúskipti ykkar, sannfæringu ykkar, hæfileika ykkar til að leiða, visku ykkar og raddir. Ríki Guðs er ekki, og getur ekki verið, fullkomið án kvenna sem gera helga sáttmála og halda þá, kvenna sem geta talað með krafti og valdi Guðs! …

… Hver sem köllun ykkar er, hverjar sem aðstæður ykkar eru, þá þörfnumst við áhrifa ykkar, innsýnar ykkar og innblásturs. Við þurfum á því að halda að þið látið í ykkur heyra og tjáið ykkur í deildar- eða stikuráðum. Við þörfnumst þess að hver gift systir tjái sig ,sem virkur og fullgildur félagi‘ er þið sameinist með eiginmönnum ykkar í að stýra fjölskyldu ykkar. Giftar eða einhleypar, þá búið þið yfir sérstökum hæfileikum og einstöku innsæi sem þið hafið fengið að gjöf frá Guði. Við bræðurnir getum ekki hermt eftir ykkar einstæðu áhrifum.

Við vitum það að hápunktur allrar sköpunarinnar var sköpun konunnar! Við þurfum á styrk ykkar að halda! …

… [Ég þakka] ykkur, kæru systur mínar, og blessa ykkur að þið megið rísa upp til ykkar fullu hæðar, til að uppfylla sköpun ykkar, er við göngum hönd í hönd inn í þetta helga verk. Saman munum við hjálpast að við að búa heiminn undir síðari komu Drottins.“2

Heimildir

  1. Kenningar forseta kirkjunnar: Spencer W. Kimball (2006), 222–23.

  2. Russell M. Nelson, „Tilmæli til systra minna,“ aðalráðstefna , október 2015.