Upphafsboðskapur
Við heiðrum dætur Guðs á þessum sérstaka hluta, með því að einbeita okkur að málefnum þeirra og samtaka þeirra.
Þegar við hefjum þennan sérstaka kvennahluta aðalráðstefnu, nýt ég þeirrar ánægju að flytja þennan upphafsboðskap frá Æðsta forsætisráðinu.
Laugardagshlutar okkar hafa sögulega haft mismunandi tilgang og mismunandi áheyrendur. Í kvöld aukum við við þá sögu, þegar við hefjum nýjan tilgang og verklag um fyrirsjáanlega framtíð. Fagnaðarerindi Jesú Krists breytist ekki. Kenning fagnaðarerindisins breytist ekki. Persónulegir sáttmálar okkar breytast ekki. Með árunum breytast þó þær samkomur sem við höldum til að koma boðskap okkar á framfæri og munu mjög líklega breytast áfram með árunum.
Í augnablikinu er þessi laugardagskvöldhluti aðalráðstefnu, ekki samkoma einhverra samtaka. Eins og allir aðalráðstefnuhlutar, þá ákvarðar Æðsta forsætisráðið skipulag, ræðumenn og tónlist.
Við höfum beðið Jean B. Bingham, aðalforseta Líknarfélagsins, að stjórna þessum hluta. Í framtíð geta einhverjir af hinum aðalembættismönnum kirkjunnar stjórnað laugardagskvöldhlutum, svo sem meðlimir forsætisráða Líknarfélagsins, Stúlknafélagsins og Barnafélagsins, sem ákvarðað er af Æðsta forsætisráðinu.
Í kvöld mun þessi laugardagskvöldhluti aðalráðstefnunnar verða helgaður málum Síðari daga heilagra kvenna. Það felur í sér kenningu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, reglur kirkjunnar sem einkum tengjast konum og almenna ábyrgð og starfsemi aðildarfélaga sem hefur að gera með konur og stúlkur kirkjunnar. Þótt ráðgert sé að útvarpa þessum hluta til áhorfenda um allan heim, eins og á við um alla hluta aðalráðstefnunnar, þá er konum og stúlkum 12 ára og eldri boðið að taka þátt í þessum hluta í Ráðstefnuhöllinni. Við höfum hér með nokkra prestdæmisleiðtoga sem eru í forsæti þeirra samtaka sem hér taka þátt.
Með þessu erum við að bregðast við þeim samskiptaúrræðum sem nú standa kirkjuleiðtogum og meðlimum Drottins um heim allan til boða. Kenningin um fagnaðarerindi Jesú Krists er fyrir alla, svo það er megin hvöt okkar og umfang miðlunar. Við heiðrum dætur Guðs á þessum sérstaka hluta, með því að einbeita okkur að málefnum þeirra og samtaka þeirra.
Við erum þakklát fyrir að útsendingartækni gerir leiðtogum kirkjunnar nú kleift að veita ítarlega þjálfun með því að tala til tiltekinna áheyrenda á vettvangi. Við fögnum því líka að tiltækum ferðaúrræðum er að fjölga. Það gerir okkur kleift að senda leiðtoga kirkjunnar til að vinna að nauðsynlegri, reglubundinni leiðtogaþjálfun augliti til auglitis á vettvangi.
Þetta er verk Drottins Jesú Krists. Við erum þjónar hans og hljótum leiðsögn frá heilögum anda hans. Við áköllum blessanir Drottins yfir leiðtoga þessara samtaka og yfir trúfastar konur og stúlkur sem þjóna Drottni í þessum samtökum og í persónulegu lífi þeirra. Í nafni Jesú Krists, amen.