2022
Dýrðlegur kærleikur í áætlun föðurins
Maí 2021


„Dýrðlegur kærleikur í áætlun föðurins,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagssíðdegi

Dýrðlegur kærleikur í áætlun föðurins

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald af fjöllum sem rísa ofar skýjum

Hala niður PDF skjali

Við, í hinni endurreistu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, höfum einstakan skilning á áætlun himnesks föður. Hann veitir okkur öðruvísi sýn á tilgang jarðlífsins, á hinn guðlega dóm sem fylgir og hin endanlegu, dýrðlegu örlög allra barna Guðs. …

… Hin opinberaða kenning í hinni endurreistu kirkju Jesú Krists kennir að öll börn Guðs – með vissum undantekningum sem ekki verða hér tíundaðar – munu að lokum enda í ríki dýrðar. …

… Æðst þeirra er upphafning í himneska ríkinu, þar sem við getum orðið eins og Guð faðirinn og sonur hans, Jesús Kristur. …

… Ætlunarverk hinnar endurreistu kirkju er að hjálpa öllum börnum Guðs að verða hæf fyrir það sem Guð þráir fyrir þau sem endanleg örlög. …

Grundvallaratriði fyrir okkur er opinberun Guðs um að upphafning fáist aðeins með trúfesti við sáttmála eilífs hjónabands milli karls og konu. Þessi dýrðlega kenning er ástæðan fyrir því að við kennum að „kynferði er nauðsynlegur eiginleiki einstaklingsins … og samræmist tilgangi hans í fortilveru, jarðneskri tilveru og um eilífð“ [„Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ KirkjaJesuKrists.is, Frá leiðtogum/Yfirlýsingar]. …

… Síðari daga heilagir standa hins vegar fast á því að fjölskylduyfirlýsingin, grundvölluð á óumbreytanlegri kenningu, sé skilgreinandi fyrir fjölskyldusambönd, þar sem mikilvægasti hluti okkar eilífu framþróunar getur farið fram. …

… Við verðum að leitast við að deila þessum eilífa sannleika með öðrum. Við virðum þó alltaf ákvarðanir þeirra, af kærleiksskyldu til náunga okkar. Líkt og spámaður Mormónsbókar kenndi, þá verðum við að sækja fram, í „ást til Guðs og allra manna“ [2. Nefí 31:20].

Prenta