2022
Nú er tíminn
Maí 2021


„Nú er tíminn,“ Til styrktar ungmennum, maí 2022.

Sunnudagssíðdegi

Nú er tíminn

Útdráttur

veggspjald af vekjaraklukku

Hala niður PDF skjali

Framtíðin er alltaf óviss. Veðrið breytist. Efnahagsveiflur eru ófyrirsjáanlegar. Hörmungar, stríð, slys og veikindi geta breytt lífinu á skammri stundu. Þessum atburðum höfum við sjálf að mestu enga stjórn á. Við getum þó haft stjórn á sumu, svo sem hvernig við verjum tíma okkar á degi hverjum. …

Já, við eigum að læra af fortíðinni, og já, við eigum að búa okkur undir framtíðina. Aðeins núna er það mögulegt. Núna er tíminn sem við getum lært. Núna er tíminn sem við getum iðrast. Núna er tíminn sem við getum blessað aðra og „[rétt] úr máttvana höndum“ [Hebreabréfið 12:12]. …

… Ég endurtek hvatningu mína frá því í morgun, um að gera þá hluti sem munu auka ykkar jákvæða andlega skriðþunga, þá lyftu sem öldungur Dieter F. Uchtdorf talaði um, svo þið fáið sótt fram í hverjum þeim áskorunum og tækifærum sem koma.

Jákvæður andlegur kraftur eykst þegar við tilbiðjum í musterinu og vöxum í skilningi á undursamlegri breidd og dýpt þeirra blessana sem við hljótum þar. Ég sárbið ykkur að standa gegn háttum heimsins, með því að einblína á eilífar blessanir musterisins. …

Ég elska ykkur, kæru bræður og systur. Mest um vert er að Drottinn elskar ykkur. Hann er frelsari ykkar og lausnari. Hann leiðir kirkju sína. Megum við vera fólk þóknanlegt Drottni, sem sagði: „Þér verðið mín þjóð og ég verð yðar Guð“ [Jeremía 30:22]. …