„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, september 2022.
Tengjast
Lindsey B.
15, Kentucky, Bandaríkjunum
Ég er 15 ára og á öðru ári í gagnfræðiskóla. Ég æfi þrjár íþróttir: körfubolta, blak og mjúkbolta. Líf mitt snýst í raun um íþróttir og fjölskylduna.
Á Kóvid-tímum, með alla þá óvissu sem fylgdi í skólamálum, þurfti ég að treysta á að Drottinn veit hvað er best fyrir alla. Skólinn minn fékk reyndar að snúa aftur í skólabygginguna, sem hentaði mér vel, þar sem ég er ekki frábær fjarnemandi.
Í skólanum mínum eru aðeins þrír meðlimir kirkjunnar. Það er svolítið erfitt að þeir eru ekki einu sinni með mér í bekk eða í einstaka fögum. Jafnvel þótt flestir vina minna séu ekki Síðari daga heilagir, get ég fundið aðra sem hafa góða staðla. Það hjálpar mér að vera í kringum fólk sem dregur mig ekki niður.
Mér finnst gott að verja tíma ein með sjálfri mér til að „hlýða á hann,“ biðja og leita í ritningunum varðandi vandamál mín. Þetta hjálpar mér að vita hvað Drottinn vill að ég geri í ákveðnum aðstæðum og íhuga hvernig hann myndi bregðast við.