„Skemmtistund,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.
Skemmtistund
Miðlið útileikjum ykkar
Hverjir eru sumir af eftirlætis leikjum ykkar sem leiknir eru úti með vinum eða fjölskyldu? Snerti-ruðningur? Dimmalimm? Feluleikur? Fánaleikur? Þetta eru aðeins nokkrir útileikir sem leiknir eru um víða veröld, en við vitum að þið gætuð sagt okkur frá mikið fleirum.
Vinsamlega sendið okkur lýsingu af eftirlætis útileikjum ykkar (ásamt mynd, ef hægt er) á ftsoy@ChurchofJesusChrist.org fyrir 1. október 2022. Við söfnum saman og deilum nokkrum af þessum hugmyndum svo allir geti lært nokkra leiki í viðbót.
Skemmtilegar leiðir til að lesa ritningarnar
Sem tilbreyting, gætuð þið prófað eina af þessum tillögum fyrir ritningarnám.
-
Hugsið um einn eða tvo einstaklinga sem þið vitið að eiga í erfiðleikum og lesið ritningarnar með þarfir þeirra í huga.
-
Setjið upp leikþátt eða lesið eftirlætis frásögn ykkar í ritningunum með mikilli túlkun.
-
Skiptist á við fjölskyldu eða vini að gera upptökur af ykkur að lesa ritningarnar. Sendið síðan upptökurnar til fólks sem þið hittið ekki oft, t.d. trúboða.
-
Gerið handbrúðu úr sokkum og setjið upp brúðuleikrit þar sem tekinn er fyrir kafli eða saga úr ritningunum.
-
Lesið þær með einhverjum í gegnum myndsímtal eða símtal.
-
Ef þið eruð að læra annað tungumál, reynið þá að lesa ritningarnar á því tungumáli og þýðið þær svo aftur yfir á móðurmál ykkar.
-
Horfið á ritningarmyndbönd á Gospel Library (undir Videos and Images). Lesið síðan versin eða kapítulana sem myndbandið vitnar í.
Völundarhús jarðarhvelanna
Lauf falla á norðurhveli á meðan blómin blómstra á suðurhvelinu. Finnið leið frá rauða laufinu, sem er efst, að gula laufinu neðst. Þið getið hoppað til vinstri, hægri, upp eða niður (ekki skáhallt) milli tákna sem eru eins í laginu eða samlit. Tvö dæmi um hvernig má leika eru gefin. Mögulegt er að komast á leiðarenda á fleiri en einn hátt.