2022
Það sem Ark finnst skemmtilegt að læra
September 2022


„Það sem Ark finnst skemmtilegt að læra,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.

Það sem Ark finnst skemmtilegt að læra

Nýtt land, ný menning, nýir vinir … ekkert mál!

piltur

Ljósmyndir eftir Clayton Chan

Ark elskar sterkan mat. Hann uppgötvaði þetta nýlega. Í Filippseyjum, þar sem hann ólst upp, var maturinn ekki eins sterkur.

Faðir hans fékk svo starf í Malasíu.

Á þessum tímapunkti hitti Ark vini í kirkjunni sem áttu mismunandi bakgrunn, þar á meðal voru nokkrir frá Indlandi.

„Þeir borða virkilega kryddaðan mat!“ segir Ark C., 14 ára, um nýju vini sína. „Þessi matur er mikið kryddaðri en sá sem ég borðaði heima.“

Það er skoplegt að Ark hafi ekki vitað af hverju hann var að missa. Nú nýtur hann þess að kanna nýjan heim matargerðar.

Auðvitað var þetta ekki það eina sem kirkjuvinir Arks hafa breytt til hins betra í lífi hans. „Ég var bæði glaður og leiður með flutninginn til Malasíu. Ég þurfti að kynnast nýjum vinum og það getur verið erfitt að tala við nýja vini.“

Ungmennin í nýju greininni hans hjálpuðu honum á þessu breytingarskeiði. Honum til ávinnings, veit hann nú mikið meira um ýmsa hluti. „Ég hef lært um mismunandi menningarheima,“ sagði hann. „Maturinn er öðruvísi, það eru fötin líka. Fötin þeirra eru litrík og það er mjög áhugavert hvernig þau eru búin til!“

piltar að snæðingi

Einn vinahópur hélt honum samt betur við efnið en aðrir hópar meðan á flutningum stóð og eftir þá: fjölskylda hans.

Leikir með vinum

Ark elskar að verja tíma með fjölskyldu sinni, sérstaklega þegar þau spila saman. Spilið Uno er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Ástæðan? „Ég vinn alltaf,“ segir hann hlæjandi.

Honum finnst líka skemmtilegt að spila Monopoly með foreldrum sínum og yngri bróður, Leif. (Yngri systir hans er ekki alveg nógu gömul til að slást í hópinn ennþá.) Í leiknum gera þau meira en bara kasta teningum og eyða platpeningum. „Foreldrar mínir kenna mér viðskiptaáætlanir og reglur um peninga í leikjunum. Þetta eru gagnleg ráð fyrir framtíðina.“

Faðir hans er hugbúnaðarsmiður og móðir hans rak eigið fyrirtæki á Filippseyjum. Þau hafa marga hæfileika til að miðla. Ark er spenntur að læra allt sem hann getur af þeim. Hann ætlar sér mikið á starfsferlinum.

fjölskylda

Uppáhalds fögin hans í skóla eru líftækni og verkfræði. Ark vill verða líftæknifræðingur. Þar sem hann setur markið hátt, grípur hann hvert tækifæri til að læra eitthvað nýtt.

Að læra af foreldrum sínum, var samt ekki alltaf í fyrsta sæti hjá Ark. Eins og með dálæti hans af sterkum mat, þá uppgötvaði hann þetta dýrmæta úrræði síðar í lífi sínu.

Úr þrjósku í námfýsi

„Ég var afar þrjóskur,“ viðurkennir Ark. „Ég hafði engan áhuga á að læra af foreldrum mínum.“

Hann reyndi að komast af á eigin spýtur eða með því að læra aðeins af vinum sínum og kennurum. Hann las síðan nokkuð í Mormónsbók sem breytti miklu um það hvernig hann sá hlutina.

Í Alma, kapítulum 36 og 37, veitir Alma syni sínum, Helaman, ráð. Alma kenndi Helaman um allt mögulegt, allt frá eigin sögu trúarumbreytingar (þar sem hann var m.a. meðvitundarlaus í þrjá daga, eftir að engill sagði honum að hann væri ekki að taka bestu ákvarðanirnar [sjá Alma 36:6–10]), til hættunnar varðandi leynisamtök.

Mitt í þessu stóð eitt vers upp úr fyrir Ark: „Ó, haf þú þetta hugfast, sonur minn, og lærðu visku á unga aldri. Já, lærðu á unga aldri að halda boðorð Guðs“ (Alma 37:35).

Í huga Arks small eitthvað á sinn stað við þessi orð. „Foreldrar mínir geta líka kennt mér af visku,“ sagði hann. Skyndilega áttaði hann sig á þeim viskubrunni sem honum stóð til boða. „Nú skiptir viska þeirra mig miklu máli. Þau elska mig og geta hjálpað mér að búa mig undir framtíðina.“

Viska þeirra nær lengra en viðskiptaábendingar sem miðlað er í borðspilum.

Viska mömmu og pabba

Ein mikilvæg lexía sem foreldrar Arks hafa kennt honum, er sú að leyfa ekki slæmum áhrifum umhverfis að koma honum í koll. „Hér í skólanum vilja margir krakkar að ég prófi kaffi, te, sígarettur o.s.frv.“

Þetta er algengt umræðuefni á heimilinu. „Ég hef átt margar samræður við foreldra mína um þetta. Þau endurtaka sig mikið,“ grínast hann.

Samt sem áður hefur öll þessi endurtekning borgað sig. Í hvert sinn sem Ark er beðinn að gera eitthvað sem er í andstöðu við trú hans, sækir hann styrk í það sem foreldrar hans hafa kennt honum.

Önnur lexía sem hann hefur tekið nærri sér er hvernig skuli klæða sig. Nei, Ark þurfti ekki á tískuráðgjöf foreldra sinna að halda til að falla betur í hópinn í skólanum. Raunar stóð hann sig aðeins of vel á því sviði. „Ég klæddi mig í öll flottustu fötin,“ sagði Ark. „Ég reyndi að ganga í augun á stelpunum.“

Foreldrar hans opnuðu þó augu hans fyrir óviljandi afleiðingum þess að klæða sig á þennan hátt. „Fötin sem við klæðumst, geta haft áhrif á það hvað öðru fólki finnst um mann,“ útskýrir Ark. Þegar Ark veitti þessu athygli, sá hann að honum líkaði ekki hvað sumu fólki fannst um hann þegar hann klæddi sig eins og áður.

Nú velur hann íhaldssamari, lítillátari – eða eins og hann kallar þau, „nördalegri“ – föt. Honum líkar vel við nýja útlitið og líður betur andlega með hvernig hann klæðist. (Ark, þar að auki eru nördar svalir! Óumdeilanleg staðreynd.)

Ævilangur lærdómur

Ark elskar staðinn þar sem hann býr, hann elskar fjölskyldu sína og hann elskar að læra af foreldrum sínum.

Hann elskar líka að læra um fagnaðarerindið.

piltur að lesa

„Ég trúi að Jesús Kristur lifir,“ segir Ark. „Ég trúi að Russell M. Nelson forseti sé lifandi spámaður okkar og að Jesús Kristur hafi endurreist kirkju sína fyrir tilstilli Josephs Smith. Ég trúi að fagnaðarerindið geti hjálpað okkur í gegnum lífið og hverjar þær hindranir eða prófraunir sem við upplifum.“

Sama hvaða ótrúlegu hluti Ark á eftir að læra í framtíðinni, þá hefur hann nú þegar lært einhverjar þær mikilvægustu. Nálægt því að vera efst á lista er þetta: Að verja tíma með fjölskyldunni kryddar tilveruna!