„Flutningaþröng,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.
Sterkur grundvöllur
Síðari daga heilög ungmenni byggja líf sitt á bjargi Jesú Krists (sjá Helaman 5:12).
Flutningaþröng
Fjölskylda mín flutti oft á uppvaxtarárum mínum. Það var erfitt að aðlagast nýjum stöðum, en ég elskaði staðinn sem við bjuggum á þegar ég var á fyrsta ári í gagnfræðiskóla. Allt breyttist þó, þegar afi minn lést og foreldrar mínir ákváðu að flytja nær ömmu minni. Ég kveið því að flytja aftur. Ég hafði lagt hart að mér við að taka þátt í skólanum og eignast vini.
Ég varð gröm og reifst við foreldra mína um flutninginn. Foreldrar mínir hvöttu mig til að biðjast fyrir um málið. Ég reyndi, en hlaut engin svör. Þrátt fyrir gremju mína, ákvað ég að biðjast fyrir einu sinni í viðbót. Áður en ég gat byrjað, heyrði ég skýra rödd í huga mér segja: „Rachel, þú færð engin svör af því að þú vilt þau ekki.“ Ég varð hissa. Eftir augnablik, byrjaði ég að biðjast fyrir á annan hátt. Ég úthellti hjarta mínu til himnesks föður og spurði hvað hann vildi að ég gerði.
Tilfinningin sem ég hlaut var sú að fjölskyldan þyrfti að flytja. Eftir að að ég varð auðmýkri og samþykkti vilja himnesks föður, fann ég frið. Það var ekki alltaf einfalt, en ég vissi að að við værum þar sem Drottinn vildi að við værum. Þessi upplifun hjálpaði mér að nálgast frelsara minn og vera meira eins og sú persóna sem hann vill að ég væri.
Rachel H., Washington, Bandaríkjunum