2022
Það var frábært að meðtaka sakramentið heima. Af hverju myndi Drottinn vilja að við færum aftur í kirkju?
September 2022


„Það var frábært að meðtaka sakramentið heima. Af hverju myndi Drottinn vilja að við færum aftur í kirkju?,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.

Spurningar og svör

„Það var frábært að meðtaka sakramentið heima. Af hverju myndi Drottinn vilja að við færum aftur í kirkju?“

Vera sameinuð

„Drottinn vill að við förum aftur í kirkju af því að hann vill að við nálgumst sig. Hann vill líka sameina okkur bræðrum okkar og systrum. Með því að fara í kirkju sameinumst við, liðsinnum hvert öðru og sýnum honum þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Trú okkar dýpkar einnig og við lærum nýjar kenningar.“

Melanie M., 13 ára, Mexíkó

Styrkur í fjöldanum

Ljósmynd
piltur

„Sakramentið heima var frábært, því það laðaði að andann á heimili okkar og hjálpaði okkur að skilja að við ættum að færa kirkjuna yfir á heimili okkar í stað þess að einblína á hana einu sinni í viku. Stundum getur samt heimakirkja einangrað mann. Að mæta í eigin persónu í kirkju, er mikilvægt því það er styrkur í fjöldanum.“

Nathan G., 15 ára, Arisóna, Bandaríkjunum

Mynda tengsl

Ljósmynd
stúlka

„Í kirkjunni er kærleiksríkt andrúmsloft. Þar er hægt að mynda tengsl og blessa líf annarra og vera á sama tíma blessuð. Kirkjan er líka mikilvæg til að efla þekkingu manns á fagnaðarerindinu. Drottinn vill að við boðum þeim fagnaðarerindið sem umhverfis okkur eru og eflum Síon.“

Amelia W., 16 ára, Utah, Bandaríkjunum

Verið til staðar fyrir aðra

Ljósmynd
stúlka

„Þegar faraldurinn hófst, hafði ég áhyggjur af því að við gætum ekki meðtekið sakramentið, en síðan leyfði biskupinn okkur að meðtaka það heima! Sumir velta fyrir sér af hverju við ættum að fara aftur í kirkju, en ég held að við verðum að gera það til að uppfræða aðra – að tala við eða hjálpa einhverjum. Við verðum að fara í kirkju til að sýna kærleika okkar og miðla upplifunum okkar.“

Tamara M., 17 ára, Mexíkó

Endurnýja sáttmála

Ljósmynd
piltur

„Guð vill að við förum aftur í kirkju af því að allir hafa ekki getað meðtekið sakramentið á heimili sínu. Afi minn sagði mér að ég, sem prestdæmishafi, ætti að sjá til þess að allir fengju tækifæri til þess. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara í kirkju svo við getum öll endurnýjað sáttmála okkar.“

Esteban M., 16 ára, Argentínu

Prenta