„Eru takmörk fyrir því hversu oft ég get iðrast?,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.
Kjarni málsins
Eru takmörk fyrir því hversu oft ég get iðrast?
Þegar maður þráir sannlega að iðrast, getur það verið taugatrekkjandi að gera aftur mistök. Vegna ótakmarkaðrar friðþægingar Jesú Krists, eru miskunn og náð Guðs óendanleg og þið getið enn iðrast og verið verðug. Hafið í huga að „iðrun er ekki atburður; hún er ferli“ og að „þegar við veljum að iðrast, veljum við að … meðtaka gleði.“1
Iðrun stendur okkur ávallt til boða, jafnvel ef þið hafið gert sömu mistökin aftur. Drottinn hefur sagt: „Jafnoft og fólk mitt iðrast, mun ég fyrirgefa því brot þess gegn mér“ (Mósía 26:30). Verið hluti af „[fólki] hans“ og snúið aftur til Drottins í hvert skipti sem þið villist vegar. Ræðið einnig við foreldra ykkar og biskup. Hjálp þeirra og stuðningur getur styrkt ykkur.
Ef þið erfiðið við að sigrast á synd, ekki gefast upp. Satan vill að þið haldið að þið séuð vonlaust tilfelli eða að þið hafið fengið öll þau tækifæri sem ykkur standa til boða. Það er ekki satt. Haldið áfram að reyna. Drottinn býður alltaf velkomna innilega iðrun.