2022
Náið til annarra og leitið hins góða
September 2022


„Náið til annarra og leitið hins góða,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.

Lífshjálp

Náið til annarra og leitið hins góða

Við erum öll mismunandi, við erum öll Guðs börn og það er dásamlegt!

Ljósmynd
stúlka horfir á málverk

Ljósmynd frá Getty Images

Ímyndið ykkur að búa í heimi þar sem öll málverk væru aðeins máluð í bláum lit, allur matur bragðaðist eins og allir söngvar hefðu aðeins eina nótu. Ég veit ekki með ykkur, en ég held að það væri ákaflega leiðinlegt!

Mismunandi listaverk, smekkur og tónlist gera heiminn óendanlega meira áhugaverðan og fagran. Á sama hátt hefur fólk auðkennandi bakgrunn, trú, útlit, þjóðerni, þjóðaruppruna og upplifanir, sem gera heiminn dásamlegan.

Frá unga aldri bjó ég í mörg ár í Arabíu, sem er að stærstum hluta íslamskur hluti af heiminum. Að hluta til á þessu tímabili, sótti ég heimavistarskóla á Englandi. Á báðum stöðum, í Arabíu og á Englandi, hitti ég alls konar fólk. Í fyrstu gat verið erfitt að umgangast svona fjölbreyttan hóp af fólki, ólíkum mér. Ég lærði á endanum af reynslu að í flestum tilfellum er fjölbreytileikinn góður, jafnvel dásamlegur! Líf mitt hefur verið auðgað ómælanlega af því að eiga samskipti við fólk með mismunandi menningu og trú frá öllum heimshornum.

Hér eru nokkur atriði sem ég hef lært, sem geta hjálpað ykkur að virða og skilja þá sem eru öðruvísi en þið.

Ljósmynd
stúlka og piltur

Finnið hið góða

Stundum er hið góða í fólki ekki samstundis augljóst, en það er ótrúlegt hvernig við getum fundið hið góða þegar við leitum að því með elsku og meðaumkun. Þegar þið gerið það, mun hjarta ykkar opnast fyrir því að læra af öðrum.

Það er gagnlegt að muna að fólk gæti hegðað sér þannig að þið skiljið það ekki, vegna þess að það hefur verið sært á einhvern hátt. Næstum allir eru berskjaldaðir eða glíma við eitthvað. Kannski finnið þið fyrir því líka. Þegar þið skiljið þetta, getur verið auðveldara að finna hið góða í öðrum, þar sem þið getið betur skilið ástæður þess að fólk er eins og það er. Þá getið þið fundið leiðir til að liðsinna og blessa það.

Ljósmynd
piltur hlustar

Hlustið vandlega

Leiðin til virðingar og skilnings hefst á því að við hlustum – hlustum raunverulega – á aðra. Sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, erum við oft fljót til að miðla fagnaðarerindinu, sem er gott! Fagnaðarerindi Jesú Krists er þrátt fyrir allt dýrlegasta og eilífasta gjöf sem við getum gefið. Stundum miðlum við þó trú okkar með öðrum, áður en við skiljum nokkuð um þá. Við þurfum að hlusta vandlega á aðra og læra af þeim. Við getum aukið skilning okkar – og virðingu – á öllum sem við fyrirhittum.

Ljósmynd
stúlka myndar hjarta með höndunum

Leitið að sameiginlegum grundvelli

Þegar ég heimsótti nýlega Persaflóa, hitti ég margt fólk sem er afar öðruvísi en ég. Þegar ég kynntist því, komst ég þó að því að í grunninn er trú okkar ekki mjög frábrugðin. Líkindin voru áhugahvetjandi.

Ég komst að því að við deilum þrá til að hjálpa flóttafólki sem er á vergangi og hefur verið sært vegna átaka. Það var gott að finna þennan sameiginlega eiginleika. Ég fagnaði yfir því og fann fyrir miklum kærleika til þess fólks sem ég hitti.

Þegar við höfðum fundið sameiginlegan grundvöll, gátum við talað um mismun okkar, sem og sameiginleg gildi, með raunverulegum áhuga um að læra um hvert annað. Þessi upplifun minnti mig á að gott fólk hvarvetna reynir að gera gott í samræmi við trú þeirra.

Ljósmynd
piltur að hjóla

Verið eftirtektarsöm

Góð leið til að eiga samskipti við aðra er að vera eftirtektarsöm og finna leið til að hefja samtal. Ef þið takið eftir því að einhver á flott hjól, segið t.d.: „Vá, flott hjól!“ og spyrjið síðan út í það.

Einföld spurning eins og: „Hvernig gengur?“ getur hjálpað ykkur að tengjast einhverjum. Ykkur gæti fundist þetta óþægilegt í fyrstu. Þetta þarfnast æfingar, en er skemmtilegt þegar þið hafið átt góðar upplifanir.

Ljósmynd
snjallsími

Hugsið um aðra en ykkur sjálf

Frelsarinn hitti margt fólk úr öðrum menningarheimum. Hann liðsinnti líka þeim sem allir aðrir forðuðust. Hann lagði lykkju á leið sína til að hitta hina sjúku og útskúfuðu. Hann talaði við þá og læknaði þá.

Ef við fylgjum óeigingjarnri nálgun hans, verður heimurinn að mikið betri stað. Hjálpið öðrum með stór eða lítil málefni. Sendið góðviljuð textaskilaboð, deilið snarli, hafið einhvern með sem hefur verið skilinn útundan. Góðverk sem þessi munu hjálpa ykkur að tengjast þeim sem umhverfis eru. Þetta lætur okkur á ótrúlegan hátt líða betur líka.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Ekki missa af

Annað æðsta boðorðið er að „elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Matteus 22:39). Hafið í huga að við erum öll börn Guðs. Heimssýn mín víkkar út og ég verð betri þegar ég hitti aðra – náunga mína – sem eru frábrugðnir mér. Ekki missa af því sem þið getið lært af öðrum.

Ef þið náið til annarra og lærið að elska og virða mismun allra umhverfis, verðið þið furðu lostin yfir því hve björt og dásamleg veröldin getur verið.

Prenta