„Lærið um Jesú Krist og fáið aðgang að krafti hans,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2022.
Lokaorð
Lærið um Jesú Krist og fáið aðgang að krafti hans
Ég vil miðla því hvernig við getum dregið kraft Drottins vors og meistara, Jesú Krists inn í líf okkar.
Við byrjum á því að læra um hann.1 „Ógerlegt er að [við frelsumst] í vanþekkingu“ (Kenning og sáttmálar 131:6). Því betur [sem við] skiljum … kenningar hans og hvað hann gerði fyrir okkur, því betur getur hann veitt þann kraft sem við þörfnumst í lífi okkar.
Sem Síðari daga heilagir, tölum við um verk hans sem friðþægingu Jesú Krists, sem gerði upprisuna að raunveruleika fyrir alla og gerði eilíft líf mögulegt fyrir þá sem iðrast synda sinna og meðtaka og halda nauðsynlegar helgiathafnir og sáttmála.
Í hinni stórkostlegu eilífu áætlun föðurins þá var það frelsarinn sem þjáðist. Það er frelsarinn sem braut helsi dauðans. Það var frelsarinn sem greiddi gjaldið fyrir syndir okkar og brot og þurrkar þær út, með iðrun okkar að skilyrði. Það er frelsarinn sem bjargar okkur frá líkamlegum og andlegum dauða.
Heilög hugtök eins og friðþægingin og upprisan lýsa því sem frelsarinn gerði, samkvæmt áætlun föðurins, svo að við megum lifa með von í þessu lífi og öðlast eilíft líf í næsta lífi.