Embættismenn kirkjunnar studdir
Bræður mínir og systur, Monson forseti hefur beðið mig að kynna ykkur nú aðalvaldhafa, svæðisvaldhafa Sjötíu og aðalforsætisráð aðildarfélaga kirkjunnar og biðja um stuðning ykkar.
Þess er beiðst að við styðjum Thomas Spencer Monson sem spámann, sjáanda og opinberara og forseta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu; Henry Bennion Eyring sem fyrsta ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu; og Dieter Friedrich Uchtdorf sem annan ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu.
Þeir sem eru því samþykkir sýni það.
Þeir sem eru því mótfallnir sýni það.
Gerð hefur verið grein fyrir stuðningnum.
Þess er beiðst að við styðjum Russell M. Nelson sem forseta sveitar postulanna tólf og eftirtalda sem meðlimi sveitarinnar: Russell M. Nelson, Dallin H. Oaks, M. Russell Ballard, Robert D. Hales, Jeffrey R. Holland, David A. Bednar, Quentin L. Cook, D. Todd Christofferson, Neil L. Andersen og sem nýja meðlimi hinna Tólf, Ronald A. Rasband, Gary E. Stevenson og Dale G. Renlund.
Meðmæltir gefi merki með handauppréttingu.
Sé einhver á móti, sýni hann það.
Gerð hefur verið grein fyrir stuðningnum.
Þess er beiðst að við styðjum ráðgjafa í Æðsta forsætisráðinu og Sveit hinna tólf postula sem spámenn, sjáendur og opinberara.
Allir sem það samþykkja, sýni það.
Ef einhver á móti, sýni hann það með sama merki.
Gerð hefur verið grein fyrir stuðningnum.
Þar sem þeir hafa nú verið kallaðir til þjónustu í Tólfpostulasveitinni, þá leysum við hér með af Ronald A. Rasband, sem meðlim í forsætisráði hinna Sjötíu og öldung Rasband og öldung Dale G. Renlund, sem meðlimi í fyrstu sveit hinna Sjötíu
Allir þeir sem vilja sýna þakkir, staðfesti það.
Lagt er til að við leysum af og þökkum fyrir trúfasta þjónustu þeirra, öldung Don R. Clarke, sem meðlim fyrstu sveitar hinna Sjötíu, og öldung Koichi Aoyagi og öldung Bruce A. Carlson, sem meðlimi í annari sveit hinna Sjötíu, og útnefnum þá sem fyrrum aðalvaldhafa.
Þeir sem vilja sýna þakklæti fyrir framúrskarandi þjónustu þeirra, sýni það vinsamlega.
Við leysum einnig af Serhii A. Kovalov sem svæðishafi Sjötíu.
Þeir sem vilja sýna þakklæti fyrir þjónustu hans, sýni það vinsamlega.
Við tilkynnum nú aflausn bróður John S. Tanner, sem fyrsta ráðgjafa í aðalforsætisráði sunnudagaskólans, og bróður Devin G. Durrant, sem annan ráðgjafa í aðalforsætisráði sunnudagaskólans. Eins og áður hefur verið tilkynnt, þá hefur bróðir Tanner verið tilnefndur til að þjóna sem rektor BYU-Havaí.
Allir sem vilja, með okkur, sýna þessum bræðrum þakkir fyrir þjónustu þeirra og hollustu staðfesti það.
Bróðir Devin G. Durrant hefur nú verið kallaður til að þjóna sem fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði sunnudagaskólans og Brian K. Ashton sem annar ráðgjafi í aðalforsætisráði sunnudagaskólans.
Allir sem það samþykkja, sýni það.
Sé einhver á móti, sýni hann það.
Þess er beiðst að við styðjum aðra aðalvaldhafa, svæðishafa Sjötíu og aðalforsætisráð aðildarfélaga eins og skipan þeirra eru nú.
Allir sem það samþykkja, sýni það.
Sé einhver á móti, sýni hann það.
Gerð hefur verið grein fyrir stuðningnum. Við bjóðum hverjum þeim sem var á móti einhverju því sem lagt var fram að hafa samband við stikuforseta sinn.
Bræður og systur, við þökkum ykkur fyrir staðfasta trú ykkar og bænir leiðtogum kirkjunnar til handa.
Við bjóðum nú nýjum meðlimum Tólfpostulasveitarinnar að fá sér sæti á pallinum. Þeir munu fá tækifæri til að tala til okkar á morgun.