Elsa fer í leikbúninga
„Þér eruð börn Drottins, Guðs yðar“ (5 Mós 14:1).
-
Elsu langaði að fara í leikbúninga. Hún fór í skóna hans pabba síns og setti á sig rautt gervinef.
Ég er skondinn trúður.
-
Elsa hljóp aftur inn í herbergið sitt. Hún setti á sig gulan smiðshjálm og greip plasthamar.
-
Elsa hamraði í gólfið áður en hún hljóp aftur í herbergið sitt.
Ég er flinkur smiður.
-
Elsa fór í fjólubláan kjól með silfurglitri og þeystist út úr herberginu sínu.
-
Elsu fannst gaman að vera prinsessa Hún var í kjólnum allan daginn.
Ég er falleg prinsessa.
-
Þegar að háttatíma kom fór Elsa í eftirlætis grænu náttfötin sín. Hún gekk út úr herberginu sínu og settist í kjöltu mömmu sinnar.
-
Ég er Elsa. Ég er barn Guðs.