2011
Úr fréttum
Apríl 2011


Úr fréttum

Öldungur Perry stofnar fyrstu stikuna á Guam

Öldungur L. Tom Perry, í Tólfpostulasveitinni, heimsótti Guam í desember 2010 til að stofna Barrigada-stikuna þar í landi, en hún er fyrsta stikan á Guam. Meðan á heimsókn öldungs Perry stóð, sem þjónaði í sjóher Bandaríkjanna á svæðinu í Síðari heimstyrjöldinni, skoðaði hann einnig Stríðsmynjasafn Kyrrahafseyja og nágrannaeyjuna, Saipan. Meðlimir kirkjunnar á Guam eru 1.971. Guam tilheyrir Norður-Asíusvæði kirkjunnar.

SDH læknar meðhöndla kóleru í Papua, Nýju Gíneu

Nokkrir læknar SDH frá Ástralíu helguðu tíma sinn aðhlynningu fórnarlamba kólerufaraldar í afskekktu þorpi í norð-vesturhluta Papua í Nýju Gíneu, síðla árs 2010.

Læknarnir sinntu hundruðum sjúklinga, björguðu lífi eins manns sem var rétt við dauðans dyr þegar hann koma á sjúkrahúsið og fleiri sem hefðu ekki lifað í sólarhring án meðferðar.

Fólkið flykktist til læknanna frá landi og á barkarbátum. David Williams frá Brisbane og Anthony Mahler frá Cairns sögðu að innan eins sólarhrings frá komu þeirra til þorpsins Sogere, hefðu þeir meðhöndlað yfir 200 kólerutilfelli. Dr. Mahler sagði um þessa reynslu sína: „Þetta var besta faglega reynslan í lífi mínu,“ þrátt fyrir erfiðleikana og allt vinnuálagið.

Auk þess að senda lækna hefur kirkjan gefið hjálpargögn, þ.m.t. sjúkragögn og vatnshreinsitæki. Kirkjan sendi einnig matföng og sápur til hinna hrjáðu svæða í Port Moresby, og hreinlætispakkar fyrir einstaklinga voru sendir frá Port Moresby og Brisbane. Trúboðshjón sem bjuggu að faglegri þekkingu á vatnshreinsun fóru til Papua í Nýju Gíneu til að aðstoða við samræmingu líknarstarfsins.

Sameiginlegt þema Ungmennafélagsins fyrir 2011 kynnt á mynddiski

Í janúar hóf kirkjan dreifingu á mynddiski til styrktar æskunni 2011, We Believe (Vér trúum), til kirkjueininga um allan heim til að leggja áherslu á þema Ungmennafélagsins 2011.

Mynddiskurinn er fullur af margmiðlunarefni til að hjálpa unga fólkinu að gera þemað Trúaratriðin 1:13 að þungamiðju lífs síns. Myndskeiðin prýða Thomas S. Monson forseti, aðalforsetar Piltafélagsins og Stúlknafélagsins, tónlist, vitnisburði æskufólks og fleira.

Stærsti hluti efnisins er vitnisburðir æskufólks og hvetjandi upplifanir.

Nota má tónlistina, boðskapinn og vitnisburðina til að auðga bekkjarkennsku æskufólks, fundi og félagsstarf allt árið um kring.

Allt efnið er fáanlegt á netinu til niðurhals á youth.lds.org.

Mynddiskurinn er þýddur á eftirtalin tungumál: Kínversku, ensku, frönsku, ítölsku, japönsku, kóresku, portúgölsku, rússnesku, spænsku og þýsku.