2011
Jesús Kristur er frelsari minn og lausnari
Apríl 2011


Koma með Barnafélagið inn á heimilið

Jesús Kristur er frelsari minn og lausnari

Þið getið notað lexíuna og verkefnið sem hér er til að læra meira um þetta mánaðarþema Barnafélagsins:

„Vér trúum, að fyrir friðþægingu Krists geti allir menn orðið hólpnir með hlýðni við lögmál og helgiathafnir fagnaðarerindisins“ (TA 1:3).

Hvað væruð þið fús til að gefa einhverjum sem þið elskuðuð afar, afar heitt? Frelsari okkar, Jesús Kristur, elskar okkur svo mikið að hann fórnaði lífi sínu í okkar þágu.

Himneskur faðir vissi, að ef við syndguðum og okkur yrði á mistök, gætum við ekki dvalið að nýju hjá honum. Sonur hans, Jesús Kristur, bauðst því til að verða frelsari okkar. Himneskur faðir valdi hann til að frelsa okkur, því hann var sá eini sem gat lifað án þess að syndga.

Jesús þjáðist og dó til að frelsa okkur frá dauða og synd. Það kærleiksverk nefnist friðþægingin. Við getum iðrast synda okkar vegna friðþægingarinnar, hlotið fyrirgefningu og orðið hrein, líkt og Jesús er.

Jesús var krossfestur og dó, en eftir þrjá daga reis hann upp. Hann lifði að nýju! Við munum líka rísa upp, vegna þess að hann reis upp. Það merkir að líkamar okkar og andar munu að eilífu sameinaðir.

Jesús Kristur er sannlega frelsari okkar og lausnari. Hann er okkur öllum fullkomið fordæmi. Hann kenndi hvernig okkur ber að koma fram við hvert annað af góðvild. Hann kenndi hvernig okkur ber að þjóna hvert öðru. Hann kenndi hvernig við getum orðið betri manneskjur. Við munum ekki geta lifað fullkomnu lífi, líkt og hann gerði, en við getum snúið að nýju til dvalar hjá Jesú og himneskum föður, með því að halda boðorðin og gera okkar besta. Við þurfum að fylgja Jesú Kristi alla daga.

Vinstri: Teikning eftir Paul Mann © 1991 IRI; hægri: Teikning eftir Beth M. Whittaker