Heimsyfirlit
Kirkjan tekur á móti skráningu í níundu alþjóðlegu listkeppnina.
Sögusafn kirkjunnar hefur skráningarblöð til reiðu á netinu 4. apríl 2011, fyrir níundu alþjóðlegu listkeppnina. Skráningu í keppnina verður að senda á netinu eða með pósti fyrir 7. október 2011. Þema hinnar komandi keppni er „Kunngjörið hin undursamlegu verk hans“ K&S 65:4). Til frekari upplýsinga á ensku eða til að skoða valin verk liðinna keppna, farið á lds.org/churchhistory/museum/competition.
Sögur úr Nýja testamentinu nú í nýjum búningi
Til stuðnings námsefni 2011 um Nýja testamentið, eru mynddiskar nú í framleiðslu um bókina Sögur úr Nýja testamentinu og til þess notuð sérstök sýndartækni (parallax). Myndskeiðin 65 eru fáanleg á ensku og MP3 hljóðupptökur eru fáanlegar á hinum 11 tungumálum LDS.org. Myndskeiðin verða fáanleg á hverju tungumálanna á árinu 2011. Sjáið myndskeiðin á scripturestories.lds.org og veljið New Testament Stories.
Piltar á Bangalore einbeita sér að Skyldurækni við Guð
Yfir 30 ungir menn frá Bangalore-umdæminu á Indlandi komu saman í hlíðum Kanakapura til að fræðast um hina nýju áætlun Skyldurækni við Guð og læra andlega lexíu af líkamlegri áreynslu. Piltarnir notuðu reipi og blökk til að komast yfir tjörn. Þeir fóru í morgunhlaup, klifu fjall og lærðu klettasig. Athöfnunum lauk með vitnisburðarsamkomu. ◼