2011
Valkostur Niya
Apríl 2011


Valkostur Niya

Niya var að leika sér fyrir framan heimili sitt þegar frænka hennar kallaði á hana að koma inn. „Niya, viltu fara í grænmetisbúðina og kaupa nokkrar gulrætur?“ bað frænka hennar.

„Já!“ sagði Niya glaðlega. Henni fannst gaman að fara í búðina og naut þess að aðstoða frænku sína.

Niya tók við peningunum sem frænka hennar rétti henni og gekk síðan niður götuna í átt að búðinni sem var þar rétt hjá.

„Ég ætla að kaupa nokkrar gulrætur í kvöldmatinn,“ sagði Niya við kaupmanninn.

Kaupmaðurinn setti gulrætur í poka fyrir Niyu og tilgreindi verðið. Niya rétt honum peningana.

„Hérna er afgangurinn,“ sagði kaupmaðurinn og rétti henni peningana.

Niya þakkaði honum fyrir og hélt heimleiðis. Á göngu sinni var henni litið á peningana sem kaupmaðurinn hafði gefið henni til baka. „Hann hefur gefið mér of mikið til baka,“ hugsaði hún með sér. „Ég get bara átt þennan pening sjálf!“

En þá stansaði Niya. „Himneskur faðir verður ekki ánægður með mig ef ég held þessum peningum,“ hugsaði hún með sér. „Ég verð að vera heiðarleg í orði og verki.“

Niya sneri við og fór aftur í búðina. „Þú hefur gefið mér of mikið til baka,“ sagði hún við kaupmanninn, um leið og hún rétti honum umfram peningana.

Kaupmaðurinn tók við peningunum. „Þú ert góð stúlka,“ sagði hann. Hann setti síðan nokkur epli í poka og gaf Niyu. „Þakka þér fyrir heiðarleikann. Þú mátt eiga þessi epli og borða þau með fjölskyldu þinni.“

Niya fann hlýju og hamingju innra með sér þegar hún gekk heim á leið. Hún vissi að himneskur faðir væri ánægður með að hún ákvað að vera heiðarleg.

Teikning eftir Louise Parker