2011
Hamingjusöm heima
Apríl 2011


Hamingjusöm heima

Buntha og Neath eru systkini sem eiga heima í Siem Reap, Kambódíu.

Þegar Buntha varð átta ára ákvað hann að láta skírast. Neath mun einnig skírast þegar hún verður átta ára. „Ég vil fá gjöf heilags anda,“ sagði hún.

Buntha og Neath finnst mikilvægt að þjóna öðrum. Buntha vill verða trúboði þegar hann vex úr grasi. Neath fær vart beðið þess að verða „trúboðsamma“ eða eldri trúboði.

Fólk kemur víða að úr heiminum til að skoða hinar fornu byggingar í borginni þeirra, en Buntha og Neath líður best heima með fjölskyldu sinni.

Buntha og Neath hafa sérstakt svæði utandyra þar sem þau sitja og læra ritningarnar, leysa skólaverkefnin og lesa tímaritið Líahóna. Buntha og Neath finnst gaman að lesa ritningarnar. Þau reyna að lesa ritningarnar dag hvern. Neath finnst gaman að lesa um draum Lehís. Buntha finnst gaman að lesa um Nefí.

Neath finnst gaman að spila kúluspil. Buntha finnst gaman að leika fótbolta og notar til þess alla bolta sem hann finnur.

Buntha og Neath eyða miklum tíma saman. Bæði reyna þau að vera góð við fjöskyldu sína og aðra.

Ljósmyndun: Chad E. Phares