2011
Hann vísar okkur veginn heim
Apríl 2011


Æskufólk

Hann vísar okkur veginn heim

Elaine S. Dalton

„Frelsarinn kom til jarðar til að sýna okkur hvernig lifa ætti eftir áætluninni sem útfærð var á himnum—þeirri áætlun sem leiðir okkur til hamingju, ef við hlítum henni. Fordæmi hans varpaði ljósi á leiðina heim til föður okkar á himnum. Enginn annar sem hér hefur lifað hefur verið svo ‚staðfastur og óbifanlegur‘ (Mósía 5:15). Hann lét aldrei deigan síga. Hann einbeitti sér að því að gera vilja föðurins og varð alltaf sannur guðlegu hlutverki sínu. …

Þið eruð hluti af þessari dásamlegu áætlun sem kynnt var í fortilverunni. Komu ykkar til jarðar á þessum tíma hefur verið vænst allt frá staðfestingu áætlunarinnar. Tilviljun ræður því ekki að þið séuð hér á þessum tíma. Vegna ‚mikillar trúar [ykkar] og góðra verka‘ (Alma 13:3) sem þið sýnduð þá, hafið þið lagt grunn að verki ykkar hér, ef þið eruð trúföst og hlýðin. Þið … hafið mikið verk að vinna. Ef ætlun ykkar er að framfylgja guðlegu hlutverki ykkar og lifa eftir sæluáætluninni, verðið þið að vera staðföst og óbifanleg.“

Elaine S. Dalton, aðalforseti Stúlknafélagsins, „At All Times, in All Things, and in All Places,“ Líahóna, maí 2008, 116.