2011
Jesús Kristur friðþægði fyrir syndir okkar
Apríl 2011


Trú okkar

Jesús Kristur friðþægði fyrir syndir okkar

Ein ástæða þess að við erum hér á jörðunni er að læra að hlýða boðorðum Guðs. Allir menn sem lifað hafa á jörðunni hafa syndgað, að Jesú einum frátöldum, sem lifði fullkomnu lífi (sjá Róm 3:23; 1 Jóh 1:8). Það kallast synd þegar við af ásettu ráði brjótum boðorð Guðs, og refsing fylgir öllum syndum. Þegar við syndgum gerir réttvísin kröfu um að við tökum út refsinguna (sjá Alma 42:16–22).

Afleiðing allra synda leiðir að lokum til aðskilnaðar frá Guði (sjá 1 Ne 10:21). Slíkur aðskilnaður er svo alvarlegur að við fáum ekki yfirunnið hann af sjálfsdáðum.

Himneskur faðir sá til þess að hægt yrði að yfirvinna þann aðskilnað með því að eingetinn sonur hans, Jesús Kristur, tæki á sig syndabyrði okkar og gerði okkur þannig mögulegt að verða andlega hrein og komast til hans að nýju. Það kallast miskunnaráætlunin.

Frelsarinn sagði: „Því að sjá, ég, Guð, hef þolað þetta fyrir alla, svo að þeir þurfi ekki að þjást, ef þeir iðrast – En iðrist þeir ekki, verða þeir að þjást, alveg eins og ég“ (K&S 19:16–17).

Jesús þjáðist fyrir syndir okkar í Getsemanegarðinum, sem var hluti af friðþægingu hans, og á krossinum. Við getum notið kraftar friðþægingar hans með því að iðrast synda okkar.

Jesús Kristur, sem fúslega friðþægði fyrir syndir okkar, sagði:

„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.

Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.

Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ (Matt 11:28–30).

Friðþægingin færir líka eftirtaldar blessanir:

  1. Upprisu fyrir alla sem fæðst hafa á jörðunni (sjá Alma 11:42–45).

  2. Eilíft líf í návist Guðs fyrir öll börn sem dáið hafa fyrir ábyrgðaraldur sinn, sem er átta ára (sjá Mósía 3:16; 15:24–25; Moró 8:8–12).

  3. Möguleika á að finna frið í erfiðleikum, því Jesús tók á sig sársauka okkar og sjúkdóma (sjá Jóh 14:27; Alma 7:11–12).

  4. Umbun fyrir hina réttlátu fyrir ranglæti þessa lífs (sjá Boða fagnaðarerindi mitt [2004], 52).

„Jesús Kristur, sem eingetinn sonur Guðs og sá eini sem lifði syndlaus á þessari jörðu, var hinn eini sem gat friðþægt fyrir mannkynið“ (Bible Dictionary, „Atonement“).

Ó, faðir minn, eftir Simon Dewey; Jesús Kristur vitjar íbúa Ameríku, eftir John Scott © IRI; ljósmynduð teikning af barni © Getty Images; aðrar ljósmyndaðar teikningar eftir Christina Smith