2011
Frá lesendum
Apríl 2011


Frá lesendum

Hann léttir byrðir okkar

Ég ann þessu tímariti og öllu efni þess. Ég ann greinunum eftir aðalvaldhafana, einkum ráðstefnuræðunum. Þeir leiðbeina og hvetja okkur til að sækja fram, þrátt fyrir raunir okkar.

Ég hef verið meðlimur kirkjunnar í 26 ár og lesið öll útgáfublöð Líahóna. Ég les oft eldri útgáfublöðin og ein greinanna er mér ákaflega kær, en hún heitir „Hin milda miskunn Drottins,“ eftir öldung David A. Bednar (maí 2005, 99). Hún hjálpar mér að muna eftir því hve oft himneskur faðir sýnir sína mildu miskunn og léttir þungar byrðir okkar.

Iolanda Valenti, Ítalíu

Kenningar koma frá Drottni

Ég er þakklátur fyrir að fá orð lifandi spámanna í hverjum mánuði. Ég veit að kenningar þeirra eru frá Drottni og munu blessa líf mitt, ef ég fer eftir þeim. Það eflir trú mína og vitnisburð að lesa um reynslu hinna heilögu víða um heiminn, því af henni læri ég hvað aðrir gera til að takast á við byrðar sínar.

Byron David Calderon Mosquera, Ekvador