2011
Iðrist, komið til Drottins og verðið heil
Apríl 2011


Við tölum um Krist

Iðrist, komið til Drottins og verðið heil

„Þeim sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég, Drottinn, minnist þeirra ekki lengur“ (K&S 58:42).

Nýlega slasaðist góð og trúföst kona sem ég þekki í alvarlegu bílslysi. Meðal annars rifbeinsbrotnaði hún og hryggbrotnaði. Hluti af endurhæfingu hennar krafðist þess að hún hefði spelku á baki og hálsi til að koma í veg fyrir hreyfingar. Spelkan var afar óþægileg. En hún var nauðsynleg. Hún viðhélt þeirri stöðu sem þurfti til að lækna bak hennar og háls.

Iðrun má líkja við spelkuna. Þegar við syndgum sköðum við sálina og þörf er á guðlegri meðferð til að gera okkur heil að nýju. Iðrun felur í sér þær aðstæður sem gera frelsaranum kleift, með friðþægingu sinni, að lækna okkur (sjá 3 Ne 9:13). Sé einhver hluti iðrunar óþægilegur—líkt og spelka á brotnum hrygg—komumst við ekki hjá því að iðrast.

Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætistáðinu, sagði: „Sönn iðrun gerir okkur kleift að gera það sem er rétt á nýjan leik. Sönn iðrun felst í því að viðurkenna syndir okkar og finna til eftirsjár, eða guðlegrar sorgar, og viðurkenna syndir okkar fyrir Guði. Séu syndir okkar alvarlegar, verðum við einng að játa þær frammi fyrir réttum prestdæmisleiðtoga. Við þurfum að biðja Guð um fyrirgefningu og gera allt sem við megnum til að bæta fyrir þann skaða sem breytni okkar kann að hafa valdið. Iðrun er breyting í huga og hjarta—að láta af rangri breytni og tileinka sér rétta breytni. Henni fylgja ný viðhorf gagnvart Guði, sjálfum sér og lífinu öllu.“1

Þegar við giftusamlega ljúkum iðrunarferli okkar, leiðir það til lækningar, líknar og hamingju. Dorothy J. R. White skrifaði:

Þótt af ytri brá hrynji tár,

hreinsa verður innra sár.2

Drottinn sárbænir okkur af elsku og með fortölum að iðrast, því hann þráir að græða okkur. Hann þjáðist á líkama og í anda við að gjalda fyrir syndir okkar svo við mættun iðrast. Hann sagði:

„Því að sjá, ég, Guð, hef þolað þetta fyrir alla, svo að þeir þurfi ekki að þjást, ef þeir iðrast‒

En iðrist þeir ekki, verða þeir að þjást, alveg eins og ég –

Þjáningu, sem varð þess valdandi, að ég, sjálfur Guð, æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda—og með hrolli óskaði ég þess að þurfa ekki að bergja þennan beiska bikar—

Dýrð sé föðurnum eigi að síður, og ég tæmdi hann og lauk undirbúningi mínum fyrir mannanna börn.

Þess vegna býð ég þér enn að iðrast“ (K&S 19:16–20).

Megum við iðrast nú, koma til Drottins og verða heil.

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „Point of Safe Return,“ Líhóna, maí 2007, 100.

  2. Dorothy J. R. White, „Repentance,“ Ensign, júlí 1996, 27.

Glataði sonurinn sneri auðmjúkur til föður síns og sagði: „Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn“ (Lúk 15:21). Faðir hans tók fagnandi á móti honum. Himneskur faðir tekur líka fagnandi á móti okkur þegar við iðrumst.

Heimkoma glataða sonarins, eftir James Tissot