2011
Kenning og sáttmálar 76:22–24
Apríl 2011


Orð á orð ofan

Kenning og sáttmálar 76:22–24

Vers þessi greina frá nútíma vitnisburði um Jesú Krist: Hann lifir!

22 Og nú, eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta vitnisburðurinn, síðastur allra, sem við gefum um hann: Að hann lifir!

23 Því að við sáum hann, já, Guði til hægri handar, og við heyrðum röddina, sem bar vitni um, að hann er hinn eingetni föðurins—

24 Að með honum, fyrir hann, og af honum eru og voru heimarnir skapaðir, og íbúar þeirra eru getnir synir og dætur Guðs.

Fjöldi vitnisburða

Fjöldi vitnisburða hefur verið gefinn um upprisu Krists áður en þessi opinberun kom til. Hér koma nokkur dæmi:

Hann lifir!

President Thomas S. Monson

„Ég hef lesið—og ég trúi—vitnisburðum þeirra sem upplifðu sorg krossfestingar Krists og gleði upprisu hans. Ég hef lesið—og ég trúi—vitnisburðum þeirra í Nýja heiminum sem hinn sami upprisni Drottinn vitjaði.

Ég trúi vitnisburði hans, sem á þessum ráðstöfunartíma ræddi við föðurinn og soninn, í lundi sem nú er helgur, og gaf líf sitt til að sá vitnisburður yrði innsiglaður með blóði hans.“

Thomas S. Monson forseti, „Hann er upp risinn!“ Aðalráðstefna, apríl 2010, 93.

Heimar eru og voru skapaðir

Elder Neal A. Maxwell

„Kristur var, undir leiðsögn föður síns, Drottinn alheims, sem skapaði óteljandi heima—en okkar er aðeins einn af þeim (sjá Efe 3:9; Heb 1:2).

„Hve margar plánetur í geimnum eru heimkynni manna? Það vitum við ekki, en við erum ekki ein í alheiminum! Guð er ekki Guð einnar plánetu!“

Öldungur Neal A. Maxwell (1926–2004), í Tólfpostulasveitinni, í „Special Witnesses of Christ,“ Líahóna, apríl 2001, 5.

Getin synir og dætur Guðs

President Dieter F. Uchtdorf

„Þið eruð engar venjulegar verur, ástkæru ungu vinir um heim allan. Þið eruð dýrðleg og eilíf. …

Það er bæn mín og blessun að þegar þið virðið fyrir ykkur eigin spegilmynd, munuð þið sjá handan ófullkomleikans og sjálfsefans og greina hver þið sannlega eruð: Dýrðlegir synir og dætur almáttugs Guðs.“

Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, „The Reflection in the Water“ (kvöldvaka Fræðsludeildar kirkjunnar fyrir unga fullorðna, 1. nóv. 2009); fáanlegt á CESfiresides.lds.org.

Hluti af Hann er upp risinn, eftir Del Parson