2021
Basl við að komast á sakramentissamkomu
Mars 2021


Basl við að komast á sakramentissamkomu

Ég hélt að við hefðum misst af sakramentinu – enn og aftur.

loaf of bread

Ljósmynd frá Getty Images

Þegar við fluttum frá Bandaríkjunum til Víetnam, ákváðum ég og eiginmaður minn að missa aldrei af kirkju. Að ári liðnu höfðum við ekki misst af neinni sunnudagssamkomu, en vorum þó alltaf sein og misstum oft af sakramentinu. Sakramentissamkoman okkar byrjaði klukkan 8:30 að morgni. Oft virtist það ómögulegt að hafa þrjú litlu börnin okkar tilbúin fyrir kirkju á réttum tíma.

Við einsettum okkur að koma alltaf á réttum tíma í kirkju til að meðtaka sakramentið sem fjölskylda. Það var basl, en okkur tókst að koma stundvíslega í kirkju fjóra sunnudaga í röð. Ég tók eftir áhrifunum sem þetta hafði á líf okkar. Andlegar upplifanir okkar urðu fleiri í vikunni.

Næsta sunnudag vöknuðum við þó seint. Klukkan var þegar 7:30 að morgni. Ég sagði eiginmanni mínum að þetta væri vonlaust, en síðan varð mér hugsað um hvernig við yrðum blessuð ef við gerðum okkar besta, þrátt fyrir allt. Við höfðum því hraðan á!

Þegar við komum í kirkju vorum við 20 mínútum of sein. Mér fannst við hafa brugðist. Við heyrðum að sungið var þegar við gengum inn og þegar ég opnaði dyrnar var einhver á leið upp að ræðustólnum til að flytja bæn.

„Var þetta inngangssálmurinn?“ hvíslaði ég að trúboðanum sem stóð við dyrnar.

„Já,“ svaraði hann. „Við byrjuðum seint í dag.“

Ég varð hissa. Ég hélt okkur hafa mistekist aftur, en við höfðum rétt náði í kirkju! Tár streymdu niður vanga mína, er ég fann fyrir elsku himnesks föður til mín og litlu fjölskyldunnar minnar.

Við komumst að því síðar að þegar trúboðarnir höfðu komið í kirkju þennan sunnudag, hafði þeim orðið ljóst að enginn hafði haft með sér brauð fyrir sakramentið. Engin verslun var þar nærri og erfitt gat verið að finna brauð í Víetnam. Eftir nokkuð fát mundu öldungarnir eftir að þeir ættu brauð heima.

Nokkrum dögum áður höfðu öldungarnir komið á heimilið okkar til kvöldverðar. Það kvöld hafði ég bakað brauð fyrir þá. Kirkjunni hafði seinkað þennan sunnudagsmorgun, því öldungarnir höfðu hlaupið heim til að ná í brauðið sem ég hafði bakað fyrir þá!

Guð sér viðleitni okkar þegar við reynum að halda boðorð hans. Þótt okkur takist stundum ekki eitthvað, þá elskar hann okkur og mun búa okkur leið til árangurs – jafnvel aðeins til að komast tímanlega í kirkju.