2021
Leiddur af Guði
Mars 2021


Einungis stafrænt: Frá Síðari daga heilögum

Leiddur af Guði

Drottinn þekkir okkur og veit hvað okkur er fyrir bestu núna.

Ljósmynd
man and woman working together in kitchen

Ljósmynd eftir Cody Bell

Giselle

Áður en við giftumst, vann André að doktorsritgerð sinni og fékk stöðu í Michigan-háskólanum. Við giftum okkur og fluttum til Michigan. Vandamál kom upp í starfi André og hann vildi breyta um atvinnu.

Við vorum ung, nýgift og vissum ekki hvað gera skyldi. Við ákváðum að biðjast fyrir út af þessu.

André

Dag einn fór ég í háskólann og sá störf auglýst á veggtöflu. Ég sótti um þrjár mismunandi stöður. Innan viku var mér boðið allar þrjár stöðurnar.

Giselle

Við veltum fyrir okkur hvað gera skyldi. Við báðumst aftur fyrir. Ein staðan var í Englandi, en við vildum dvelja áfram í Bandaríkjunum. Önnur var í Texas og hin staðan var í Maryland, nálægt Washington D.C. Starfið í Maryland var hjá NASA. André er vísindamaður, svo NASA virtist góður kostur.

André

Á leið okkar til Maryland ók ég meðan Giselle var sofandi. Það var snemma morguns sem ég sá Washington D.C. musterið.

„Vaknaðu! Vaknaðu! Sérðu það?“ sagði ég við Giselle. „Það er eins og kastali!“

Giselle

Ég sagði við André að kannski myndum við fara í hann einhvern daginn. Við höfum enga hugmynd hvað það var. Nokkrum dögum eftir að við komum til Maryland, fór ég í bókasafnið til að nota netið, sækja um störf og skoða netpóstinn minn.

Kona sem þar starfaði tók eftir hreimnum mínum og spurði hvaðan ég væri. Ég sagðist vera frá Brasilíu og við fórum að spjalla saman. Hún heitir Edna. Ég sagði að við hefðum rétt í þessu flutt til Michigan og gaf henni upp heimilisfangið.

„Ég bý í sömu íbúðunum,“ sagði Edna.

Þegar ég fór á bókasafnið aftur daginn eftir, sagði Edna: „Það er gott að þú komst aftur. Mig langar að bjóða þér og eiginmanni þínum til kvöldverðar á heimili mínu.“

Mér fannst það einkennilegt, því hún þekkti mig ekki. Hún sagði síðan: „Ég bað fyrir þér, því ég skynjaði eitthvað afar sérstakt þegar ég hitti þig í gær.“

Við fórum heim til hennar og komumst að því að eiginmaður hennar hafði nýverið látist. Að loknum kvöldverði, spilaði hún „Lord, I Would Follow Thee“ (Sálmar, nr. 220) á píanóið. Hún sagði það hafa verið eftirlætis sálm eiginmanns síns og að hann hefði verið spilaður í jarðarför hans. Hún sagði okkur síðan frá sáluhjálparáætluninni og bauð okkur að koma með sér í kirkju.

Við fórum í kirkju og fólkið þar tók okkur opnum örmum. Við ákváðum að fara aftur næsta sunnudag. Við þáðum að taka á móti trúboðslexíunum. Edna bauðst til að hafa kennsluna á heimili sínu. Í fimm mánuði fórum við alla sunnudaga í kirkju. Við vorum undirbúin í hjarta og anda fyrir skírn.

André

Þegar tilkynnt var um skírn okkar, urðu allir mjög hissa. „Vá, eruð þið ekki meðlimir?“ sögðu þau. „Þið eruð samt hér í hverri viku!“ Skírn okkar var afar sérstök. Næstum allir í deildinni voru viðstaddir.

Við vorum innsigluð í Washington D.C. musterinu einu ári síðar. Þegar við fórum í musterið varð okkur ljóst að það var kastalinn sem við sáum rúmu ári áður!

Giselle

Eftir að við vorum innsigluð í musterinu, var heilmargt sem ekki gekk vel.

Eftir 11. september 2001 var erfitt að endurnýja dvalarleyfið okkar. Ég var döpur, því ég hafði nýlega útskrifast úr framhaldsskóla og sótt um fullan skólastyrk við Maryland-háskólann. Ég fékk ekki skólastyrkinn og rannsóknarstofan sem André starfaði á var að hætta starfsemi.

Við íhuguðum jafnvel að kannskiværi tíminn kominn til að fara aftur til Brasilíu.

André

Biskupinn okkar sagði að við gætum hjálpað mörgum meðlimum í Brasilíu og vaxið á þann hátt sem við gætum ekki gert í Bandaríkjunum. Hann hvatti okkur til að vera staðföst í kirkjunni.

„Farið til Brasilíu og þjónið Drottni,“ sagði hann.

Þegar við höfðum búið í Brasilíu um tíma, kom stikuforsetinn heim til okkar og kallaði mig til þjónustu sem biskup. Ég vissi einhvern vegin að ég yrði kallaður. Í tvær nætur áður en ég var kallaður átti ég erfitt með svefn. Ég íhugaði og lærði.

Giselle

Ég velti fyrir mér hvað væri í gangi. Ég sá hann breytast áður en hann var kallaður.

André

Þegar ég hóf köllun mína voru 80 virkir meðlimir í deildinni okkar. Þegar ég var leystur af komu mun fleiri reglulega í kirkju og 12 trúboðar voru sendir út á akurinn frá deildinni okkar. Það var dásamlegt!

Ég var leystur af á svipuðum tíma og Dieter F. Uchtdorf forseti var leystur af í Æðsta forsætisráðinu. Ég man eftir því að Russell M. Nelson forseti sagði Uchtdorf forseta hafa nýjum og mikilvægum skyldum að gegna í Tólfpostulasveitinni.

Þremur mánuðum síðar var ég kallaður sem fyrsti ráðgjafi í forsætisráði trúboðsins. Ég þjónaði ekki í trúboði, en ég nýt köllunar minnar. Ég nýt þess að starfa með trúboðunum. Drottinn þekkir mig. Hann vissi að leysa þyrfti mig af sem biskup, svo ég geti þjónað á þeim tíma og stað sem er best fyrir mig núna.

Prenta