2021
Heimurinn þarfnast trúfastra kvenna
Mars 2021


Velkomin í þessa útgáfu

Heimurinn þarfnast trúfastra kvenna

Ljósmynd
illustration of Jane Manning James

Myndskreyting eftir Toni Oka

Frá fyrsta degi Evu sem móður, hafa konur gegnt mikilvægu hlutverki við að taka þátt í því að gera áætlun Guðs fyrir börn hans að veruleika. Í þessum mánuði eigum við kost á að læra meira um einhverjar þær kvenna sem voru brautryðjendur á fyrri tíð hins endurreista fagnaðarerindis. Á síðu 16 getum við t.d. lesið um Jane Manning James og fordæmi hennar um þrautseigju og hugrekki. Þegar við lærum Kenningu og sáttmála 25, lesum við orð Drottins til Emmu Smith, er hann biður hana að taka saman helga sálma.

Endurreisnin er viðvarandi á okkar tíma og heimurinn þarfnast aldrei sem áður mikilvægs framlags trúfastra kenna. Á síðu 12 getum við lesið um þau okkar sem þjóna sem aðalembættismenn í kirkjunni og hafa séð hvernig kraftur prestdæmisins virkar í lífi okkar. Þessi prestdæmiskraftur, sem er tiltækur bæði körlum og konum, gerir mögulegt að verk Guðs haldi áfram á jörðu.

Hvert sem kyn okkar er, aldur, kynþáttur eða aðrar aðstæður, þá erum við öll ástkær börn Guðs og búum yfir guðlegri arfleifð og möguleikum.

Virðingarfyllst,

Joy D. Jones

aðalforseti Barnafélagsins

Prenta