2023
Kom, fylg mér – Verkefni
Janúar 2023


Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld, ritningarnám eða bara til ánægju!

Ekkert er ómögulegt!

Ljósmynd
Hand with the middle finger bent down

Fyrir Matteus 1; Lúkas 1

Frásögn: Elísabet og Sakaría langaði að eignast barn, en Elísabet var of gömul. Dag einn sagði engill Sakaría að þau myndu eignast son! Sonur þeirra var Jóhannes skírari. Elísabet og Sakaría lærðu að Guði er ekkert ómögulegt. (Sjá Lúkas 1:11–14, 37.)

Söngur: „Bæn barns“ (Barnasöngbókin, 6)

Verkefni: Reynið þetta „ómögulega“ verk! Beygið fyrst löngutöng undir lófann. Setjið síðan lófann á borð, handarbakið upp. Reynið nú að lyfta baugfingri. Biðjið síðan einhvern að lyfta honum upp fyrir ykkur. Hvernig hefur himneskur faðir hjálpað ykkur að gera eitthvað sem ekki virtist ómögulegt?

Jólasagan

Ljósmynd
Boy holding up baby book

Fyrir Matteus 2; Lúkas 2

Frásögn: Jesús Kristur fæddist í jötu í borginni Betlehem. Hirðar, englar og vitringar komu til að sjá hann. Þið getið lesið meira um vitringana á síðu 46.

Söngur: „Jesús var líka lítið barn“ (Barnasöngbókin, 34)

Verkefni: Skiptist á við að segja sögu um fæðingu einhverra skyldmenna. Þið gætuð sagt frá því hvar þau fæddust, hvenær þau fæddust, hverjir voru foreldrar þeirra eða eitthvað annað sem þið vitið um fæðingu þeirra.

Hið sann ljós

Ljósmynd
Girl shining a flashlight on the floor

Fyrir Jóhannes 1

Frásögn: Jesús Kristur er stundum sagður vera hið „sanna ljós“ (Jóhannes 1:9). Ritningarnar kenna að okkur ber að halda boðorð hans og fylgja honum. Við munum þá hafa „rétt til að verða Guðs börn“ (Jóhannes 1:12).

Söngur: „Mitt Jesús er ljósið rótt“ (síðu 23)

Verkefni: Teiknið mynd af markmiði sem þið hafið sett ykkur. Fáið einhvern til að fela myndina einhversstaðar í herberginu og slökkva ljósin. Fáið nú dauft ljós og látið það lýsa í herberginu. Getið þið núna fundið myndina? Ræðið um það hvernig Jesús Kristur getur hjálpað ykkur að ná markmiðum ykkar.

Sáttmálsvegurinn

Ljósmynd
Boy writing on paper

Fyrir Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3

Frásögn: Jesús Kristur fór til Jóhannesar skírara til að láta skírast, svo hann myndi „uppfylla allt réttlæti“ (Matteus 3:15). Jesús var skírður til að sýna fordæmi um hlýðni við himneskan föður. Við getum líka fylgt Jesú með því að láta skírast!

Söngur: „Fylg þú mér“ (Sálmar, nr. 55)

Verkefni: Farið á síðu 9 til að læra um sáttmálsveginn. Gerið síðan verkefnið. Á þessari mánaðarlegu síðu munið þið læra um blessun sem þið hljótið er þið fylgið veginum til himnesks föður!

Myndskreyting: Katy Dockrill

Prenta