Börn og unglingar
Uppgötva hæfileika mína
Þegar ég tók að setja mér markmið gegnum Áætlun barna og unglinga ræddum við mamma um hvaða hæfileika ég vildi þroska. Mig langaði að æfa söng, dansa og spila á píanó. Mig langaði líka að læra um dýr og mig langaði að læra að elda. Mig langaði líka að lesa Mormónsbók!
Mamma kenndi mér margt um að þroska hæfileika mína. Í fyrstu var það erfitt. Ég æfði þó og æfði. Nú get ég spilað á píanóið „Guðs barnið eitt ég er,“ „Do, Re, Mí“ og „Mæja átti lítið lamb.“ Ég lærði hvernig elda á hrísgrjón og pylsur og hvernig baka á smákökur. Ég las nokkrar bækur um dýralíf. Ég veit nú heiti margra fuglategunda, eins og spörva, kráka og anda. Mér tókst líka að lesa Mormónsbók áður en ég varð níu ára. Það var góð tilfinning að hafa lokið bókinni á tveimur árum.
Ég vona að önnur Barnafélagsbörn læri meira um Jesú Krist og þá hæfileika sem þau hafa.