2023
Minningar með ömmu
Janúar 2023


Minningar með ömmu

Af hverju hafði Mari ekki verið þolinmóðari við ömmu?

Panel 1 of 3 1. Illustrated background with flowers. 2. Mari is sitting on a couch alone and looks back at her grandmother. She is sad or irritated. Her grandmother is walking away.  3. Mari and her grandmother are sitting on a couch together and are happy.

Mari yggldi sig. Amma var að segja sömu söguna. Aftur.

Amma kom til að búa hjá fjölskyldu Mariu fyrir nokkrum mánuðum. Mari elskaði hana en það var stundum þreytandi að vera í kringum ömmu. Hún sagði sömu sögurnar aftur og aftur. Stundum byrjaði hún upp á nýtt áður en hún hafði lokið við að segja söguna.

Mari andvarpaði. „Amma,“ sagði hún, „þú ert búin að segja mér þessa sögu.“

Amma leit niður. „Gerði ég það?“

„Já,“ svaraði Mari. „Þú sagði hana bara fyrir nokkrum mínútum.“

„Ég man ekki eftir því,“ sagði hún. Hún virtist sorgmædd og ringluð. Svo stóð hún upp og ráfaði aftur inn í herbergið sitt.

Mari fannst leitt að hafa brugðið ömmu. Allt frá því að afi dó hafði amma orðið sífellt gleymnari. Eitt sinni skildi hún jafnvel eldavélina eftir í gangi og það kviknaði í eldhúsinu hennar. Það var þegar mamma og pabbi komu með ömmu til að búa hjá okkur.

Mari fann pabba í eldhúsinu. „Ég elska ömmu mikið, en ég verð þreytt á að heyra sömu sögurnar. Af hverju man hún ekki eftir því að hafa sagt mér þessa sögu um fimmtíu milljón sinnum?”

Pabbi brosti. „Ég er vissum að það er ekki fimmtíu milljón sinnum. Ég veit þó að það er erfitt. Amma þín er með sjúkdóm í heilanum sem fær hana til að gleyma hlutum. Sögur hennar eru hennar leið til að reyna að muna hver hún er.“

Mari hengdi hausinn. Af hverju hafði hún ekki verið þolinmóðari við ömmu? Amma hafði alltaf komið fram við hana af kærleika. Hún kallaði hana „Mari mín.“ Mari hugsaði um það þegar hún var vön að hjálpa ömmu að planta blómum og reita illgresi í garðinum.

Mari bankaði á hurðinna hjá ömmu.

„Kom inn,“ sagði amma.

Mari opnaði dyrnar. Amma sat í stól með ritningarnar opnar í kjöltu sér.

„Amma, viltu vinsamlega segja mér hvernig þú og afi genguð í kirkjuna? spurði Mari.

Amma leit upp. „Viltu heyra um mig og afa?“ spurði hún vongóðri röddu.

Mari settist við hlið ömmu. „Já, það vil ég. Mig langar að heyra allt.“ Mari tók um hönd ömmu. „Þú ert mér einkar kær, amma. Þú verður það alltaf.“

Panel 3 of 3 1. Illustrated background with flowers. 2. Mari is sitting on a couch alone and looks back at her grandmother. She is sad or irritated. Her grandmother is walking away.  3. Mari and her grandmother are sitting on a couch together and are happy.

Amma brosti, hallaði sér aftur í stólnum sínum og tók að segja söguna.

Mari hafði heyrt söguna oft, en í þetta skiptið fann hún hvorki fyrir pirringi né óþolinmæði. Þess í stað fann hún fyrir ást og undrun. Hún vissi að amma og afi höfðu fórnað miklu þegar þau gengu í kirkjuna í Þýskalandi. Afi hennar og amma höfðu flutt langt frá heimili sínu, svo þau gætu búið nálægt öðrum kirkjumeðlimum.

Amma lauk sögunni og brosti. „Þú ert góð stelpa, Mari mín.“

Mari faðmaði ömmu sína. „Takk fyrir, amma. Ég elska þig.“

Page from the January 2023 Friend Magazine. Remembering with Grandma

Myndskreyting: Melissa Manwill