Sögur úr ritningunum
Gjafir fyrir Jesú
Þegar Jesús Kristur fæddist reis ný stjarna á himni. Vitrir menn vissu að stjarnan þýddi að Jesús hefði fæðst. Þeir fylgdu stjörnunni. Þeir ferðuðust marga daga.
Þegar vitringarnir fundu Jesú gáfu þeir honum gjafir. Þeir krupu frammi fyrir honum og tilbáðu hann. Þeir vissu að hann væri sonur Guðs.
Ég get líka gefið Jesú gjafir. Ég get sýnt honum elsku mína er ég fylgi fordæmi hans og sýni að ég elska aðra.