2023
„Farðu með bæn, Helamán“
Janúar 2023


„Farðu með bæn, Helamán”

Ljósmynd
Miguel and his friends blessing their food at school.

Þetta var fyrsti dagur Helamáns í skólanum. Hann var í eftirlætis skyrtunni sinni og var með nýjan blýant. Nýi kennarinn hans lét hann sitja við borð með vinum hans, Sylvester, Jorge og Miguel. Það var góður dagur.

„Leggðu hlutina þína frá þér,“ sagði Señora Martínez. „Það er kominn tími til að borða hádegismat.“

Fjölskylda Helamáns bað alltaf saman fyrir máltíðir. Hann rétti upp hönd. „Señora Martínez, ætlum við að biðja áður en við borðum?

Señora Martínez brosti til Helamáns. „Þú mátt fara með bæn áður en þú borðar matinn ef þú vilt.“

Helamán og vinir hans opnuðu hádegisverðinn sinn.

„Hvað er bæn?“

„Það er að tala við himneskan föður,“ sagði Helamán. „Það er þannig sem við þökkum honum fyrir matinn okkar.

„Geturðu farið með bæn fyrir okkur öll? spurði Miguel.

Helamán krosslagði hendurnar. Vinir hans þrír krosslögðu líka hendurnar. Helamán lokaði augunum og hneigði höfuðið. Vinir hans gerðu slíkt hið sama.

Helamán flutti síðan bæn, alveg eins og fjölskylda hans gerði. Hann þakkaði himneskum föður fyrir góðan dag sem þau áttu og fyrir hádegismatinn. Hann bað um blessun fyrir matinn þeirra. Hann lauk í nafni Jesú Krists og sagði: „Amen.

Sylvester, Jorge og Miguel litu upp.

„Þið getið líka sagt amen, sagði Helamán.

Vinir hans brostu og sögðu: „Amen.

Daginn eftir, um hádegisbilið, sagði Sylvester: „Farðu með bæn, Helamán.

„Já, farðu með bæn, Helamán,“ sagði Miguel. Jorge kinkaði kolli.

Helamán bað því aftur. Í þetta skiptið sagðist hann vera sérlega þakklátur fyrir að mamma hans hefði búið til skinku- og ostasamloku, eftirlætið hans. Hann bað himneskan föður að hjálpa þeim að læra í námsbekknum þann daginn.

Á hverjum degi í hádeginu sögðu vinir Helamán: „Farðu með bæn, Helamán.“ Á hverjum degi flutti Helamán því bæn. Hann bað með vinum sínum á hverjum degi í viku.

Í hádeginu næsta mánudag sagði Miguel: „Í dag mun ég biðja.”

Ljósmynd
Close up of two boys, Miguel and Helaman saying a prayer.

Helamán varð hissa. Hann krosslagði hendurnar, lokaði augunum, hneigði höfuðið og hlustaði á meðan Miguel baðst fyrir.

Miguel byrjaði á því að segja: „Kæri himneski faðir. Hann þakkaði honum fyrir matinn og bað hann að blessa hann. Hann lauk í nafni Jesú Krists og sagði: „Amen.”

„Amen!“ sögðu Helamán og Jorge.

„Amen,“ sagði Sylvester. „Ég vissi ekki að þú gætir beðist fyrir.“

„Ég lærði með því að hlusta á Helamán,“ sagði Miguel. „Ég spurði foreldra mína hvort ég mætti fara með bæn fyrir máltíðir okkar heima. Þau sögðu já, svo ég bið eins og Helamán gerir.

„Vá,“ sagði Sylvester. „Ég held að ég spyrji foreldra mína líka að því hvort ég megi fara með bæn fyrir máltíðir.

„Ég líka,“ sagði Jorge.

Ljósmynd
Miguel smiling as he thinks about sitting with his family at dinner. Miguel is saying a prayer for their dinner.

Helamán brosti. Hann var ánægður með að hafa getað hjálpað vinum sínum að læra að tala við himneskan föður. Hann vissi að himneskur faðir elskaði sig og himneskur faðir elskaði líka vini hans.

Prenta