2023
Hvernig Siedah varð hugrökk
Janúar 2023


Hvernig Siedah varð hugrökk

Siedah var of hrædd til að tala við bekkjarfélaga sína.

Ljósmynd
Girl standing at the front of a classroom

Siedah dró andann djúpt og gekk inn í nýju kennslustofuna. Þetta var fyrsti dagurinn hennar í fjórða bekk.

Á síðasta ári var Siedah í öðrum bekk. Hún hafði staðið sig svo vel að skólinn lét hana sleppa þriðja bekknum. Siedah hlakkaði til að fást við erfiðari stærðfræðidæmi og lesa fleiri bækur í fjórða bekk. Hún var þó ekki glöð með að hafa þurft að yfirgefa gömlu vinina sína.

Siedah fann til smæðar þegar hún horfði umhverfis í kennslustofunni. Allir bekkjarfélagar hennar voru eldri og stærri í útliti en hún var. Hvað ef hún samlagaðist ekki?

Hún fann sér borð og settist við það. Hávaxin stúlka var sessunautur hennar. „Hæ,“ sagði Siedeh.

„Hvað ertu að gera hér?“ spurði stúlkan. „Ég hélt að þú ættir að vera í þriðja bekk.“

„Skólinn færði mig upp um tvo bekki,“ sagði Siedah taugaóstyrk.

Stúlkan gretti sig. „Jæja, mér er alveg sama hversu gáfuð þú ert. Þú ert er samt bara krakki.“

Siedeh leið hræðilega illa. Það sem eftir leið vikunnar, var hún of hrædd til að tala við nokkurn bekkjarfélaga sinna. Í hvert sinn sem hún heyrði einhvern flissa eða hvísla, fór hún í keng. Þau voru líklega að segja kvikindislega hluti um hana.

Þegar Siedah fannst hlutirnir ekki geta orðið verri en þeir voru, þá fékk hún niðurstöðu úr stærðfræðiprófinu. Henni langaði að skæla þegar hún leit á einkunnina. Stærðfræði var eftirlætis fagið hennar. Hún hafði aldrei fengið svona lága einkunn áður.

Þegar Siedah kom heim, gat hún ekki haldið aftur af tárunum. „Ég á enga vini,“ sagði hún við foreldra sína. „Ég á ekki heima í fjórða bekk. Ég er ekki nógu klár.“

„Mér þykir leitt að þetta er svona erfitt,“ sagði mamma Siedeh. „Þú ert samt klár. Þú ert líka enn að læra.“

Siedah þurrkaði sé um augun. „Ég vildi að ég gæti frekar farið í þriðja bekk.

Pabbi var hljóður í smá stund. „Viltu fá prestdæmisblessun?“ spurði hann.

Siedehn jáknaði. Kannski myndi blessun frá pabba hjálpa henni að líða betur.

Siedah settist á stól og pabbi setti hendur á höfuð hennar.

„Ég blessa þig að þú verðir ekki hrædd,“ sagði pabbi. „Ég blessa þig líka að þú munir elska hina nýju bekkjarfélaga þína. Þegar þau kynnast þér betur, munu þau líka elska þig.“

Ljósmynd
Father giving daughter a priesthood blessing

Siedah fylltist rósemd. Henni fannst orð pabba hennar vera það sem himneskur faðir vildi að hún heyrði.

Eftir blessunina, hjálpaði mamma Siedah henni að vinna í stærðfræðinni. Brátt tók Siedah að líða betur.

Daginn eftir í skólanum, mundi Siedah eftir blessuninni og reyndi að sýna hugrekki. Hún brosti til bekkjarfélaga sinna. Þegar hún sýndi elsku sína, varð hún síður hrædd við þau! Sum þeirra voru jafnvel virkilega vingjarnleg. Hún lagði hart að sér við námið og að því kom að einkunnir hennar bötnuðu.

Í lok skólaársins, hafði Siedah eignast marga vini. Hún var glöð yfir að himneskur faðir hafði hjálpað henni að sýna hugrekki. Hún var líka þakklát fyrir að hafa alltaf blessun prestdæmiskraftsins sér til hjálpar.

Prenta