2023
Vera fulltrúi Jesú
Janúar 2023


Vera fulltrúi Jesú

David var taugaóstyrkur við að útdeila sakramentinu í fyrsta sinn.

Ljósmynd
Panel 1 of 3 1. Boy’s hand holding sacrament tray. 2. Two boys sitting next to each other on church bench. One boy is smiling and talking to the other. 3. A young man is passing the sacrament to an elderly couple. He is being reverent. The elderly man is taking the sacrament with his right hand. The elderly woman has her head bowed, arms folded and eyes closed.

Davíð sat í fremstu röð kapellunnar og dinglaði fætinum. Hann var óöruggur. Hann var nýfarinn úr Barnafélaginu og orðinn djákni. Eldri piltarnir ætluðu að sýna David og hinum 11 ára drengjunum hvernig ætti að útdeila sakramentinu.

Einhverfa Davids gerði honum stundum erfitt fyrir með að læra nýja hluti. Það hafði verið erfitt fyrir hann að fara úr Barnafélaginu. Núna virtist það svo skelfilegt að útdeila sakramentinu. Hvað ef hann gerði mistök og allir hlægju að honum?

Jakob, einn af eldri piltunum, sat við hlið Davids. „Við erum ánægðir að hafa þig með okkur,“ sagði Jakob. Hann gaf David lófasmell. „Þú munt standa þig frábærlega.“

David brosti. Þetta bætti líðan hans örlítið.

Hinir piltarnir sýndu 11 ára drengjunum hvað þeim bar að gera. Þeir sýndu þeim hvert þeir áttu að fara og hvaða raðir þeir áttu að fara í. Þeir æfðu sig í því að ganga eftir röðunum í kapellunni. Þeir sýndu drengjunum hvernig best var að halda á sakramentisbökkunum.

„Mamma, sjáðu!“ sagði David þegar hann kom heim. Hann rétti fram handlegginn. „Svona held ég á bakkanum. Varlega, á þennan hátt. Af því að ég er fulltrúi Jesú og ég vil sýna virðingu mína.“

Piltarnir æfðu með David og hinum drengjunum eftir kirkju á sunnudögum og á viðburðum í miðri viku. Þeir gengu gegnum svæðið sem þeir áttu að sjá um. David æfði sig í því að halda á bakkanum.

Brátt rann upp sá dagur er hann átti að útdeila sakramentinu í fyrsta sinn.

„Hvernig líður þér með þetta?“ spurði pabbi.

„Ég er enn stressaður,“ sagði David.

„Við skulum ræða um það sem þú hefur gert til að undirbúa þig,“ sagði pabbi.

„Við höfum jú lesið ritningarvers um prestdæmið sem fjölskylda,“ sagði David. „Að hafa prestdæmið, þýðir að ég er fulltrúi Jesú. Ég klippti neglurnar, svo að hendur mínar séu snyrtilegar. Ég hef líka æft mikið!“

„Mér finnst hljóma að þú sért vel undirbúinn,“ sagði pabbi.

Þegar David kom í kirkjuna sat hann í fremstu röð með hinum djáknunum. Jakob sat við hlið hans. Davíð hugsaði um hvernig hann ætlaði að vera fulltrúi Jesú við að útdeila sakramentinu. Hvað ef hann klúðraði þessu samt? Hann leit á Jakob og Jakob brosti til hans. David brosti til baka og dró djúpt andann.

Þegar kominn var tími til að útdeila sakramentinu, hjálpaði Jakob David að bera bakkann eftir fyrstu röðunum. David fannst gott að hafa einhvern með sér.

Ljósmynd
Panel 3 of 3 1. Boy’s hand holding sacrament tray. 2. Two boys sitting next to each other on church bench. One boy is smiling and talking to the other. 3. A young man is passing the sacrament to an elderly couple. He is being reverent. The elderly man is taking the sacrament with his right hand. The elderly woman has her head bowed, arms folded and eyes closed.

Davíð horfði á fólkið þegar hann bar út sakramentið. Margir sátu með hneigð höfuð í lotningu. Sumir virtust hugsi. David fann fyrir friðsæld. Hann var fulltrúi Jesú. Hann var þakklátur fyrir að geta hjálpað öðrum að hugsa um Jesú Krist.

Prenta