Fylgja Jesú í Englandi
Kynnist Luciu, Vivie og Zac!
Um þau
Nöfn: Lucia, 7 ára; Vivie, 9 ára; og Zac, 9 ára
Frá: Herefordshire, Englandi
Tungumál: Enska
Markmið og draumar: Vera góður vinur (Lucia), læra Trúaratriðin utanbókar (Vivie) og hjálpa öðrum börnum að leika íþróttir (Zac)
Fjölskylda: Lucia og Zac eru systkin og Vivie er frænka þeirra
Hvernig þau fylgja Jesú
„Fjölskyldur okkar búa á sama býli og amma okkar og afi,“ sagði Lucia. „Það er margt sem gera þarf, en okkur líður vel þegar við þjónum. Við vitum að Jesús vill að við þjónum.“
„Við hjálpum ömmu að huga að smáhestunum,“ segir Vivie. „Við leiðum þá á akurinn til beitar. Við þrífum gerðið þeirra, kembum þeim, gefum þeim hey og fyllum á vatnstankana þeirra. Við höfum gaman af því að hjálpa ömmu.“
Zac fylgir líka Jesú með því að þjóna. „Langafi okkar fór í handaraðgerð. Hann gat ekki hirt um garðinn sinn. Fjölskyldan mín og afi og amma hjálpuðu við að slá túnið og reita illgresið. Langafi varð svo glaður!“
Það sem þau halda mest upp á.
Staður: Lucia og Vivie elska að vera hjá hestunum.
Ritningarsaga: Uppáhalds saga Zacs er þegar Jesús gekk á vatninu.
Ávöxtur eða grænmeti: Mangó (Lucia), sætar kartöflur (Vivie), spergilkál (Zac)
Litur: Fjólublár (Lucia), blágrænn (Vivie) og gulur (Zac)
Námsfag í skóla: Listir (Lucia og Vivie) og saga (Zac)