2023
Fylgja Jesú í Englandi
Janúar 2023


Fylgja Jesú í Englandi

Kynnist Luciu, Vivie og Zac!

Um þau

Vivie and Lucia Jenkins (sisters) smile as they stand next to a miniature pony.
Zac Jenkins smiles as he stands next to a very tall sunflower.

Nöfn: Lucia, 7 ára; Vivie, 9 ára; og Zac, 9 ára

Frá: Herefordshire, Englandi

Tungumál: Enska

Markmið og draumar: Vera góður vinur (Lucia), læra Trúaratriðin utanbókar (Vivie) og hjálpa öðrum börnum að leika íþróttir (Zac)

Fjölskylda: Lucia og Zac eru systkin og Vivie er frænka þeirra

Hvernig þau fylgja Jesú

Two boys pushing a lawn mower

„Fjölskyldur okkar búa á sama býli og amma okkar og afi,“ sagði Lucia. „Það er margt sem gera þarf, en okkur líður vel þegar við þjónum. Við vitum að Jesús vill að við þjónum.“

„Við hjálpum ömmu að huga að smáhestunum,“ segir Vivie. „Við leiðum þá á akurinn til beitar. Við þrífum gerðið þeirra, kembum þeim, gefum þeim hey og fyllum á vatnstankana þeirra. Við höfum gaman af því að hjálpa ömmu.“

Zac fylgir líka Jesú með því að þjóna. „Langafi okkar fór í handaraðgerð. Hann gat ekki hirt um garðinn sinn. Fjölskyldan mín og afi og amma hjálpuðu við að slá túnið og reita illgresið. Langafi varð svo glaður!“

Það sem þau halda mest upp á.

1. A map of Great Britain: With the Preston England Temple,  London England Temple, and Icon landmarks around the country to create an England feel. The background would extend behind the blocks of type, see rough layout. The dimensions include the background. 2. An Envelope 3.  Two girls, Lucia (age 7) and Vivie (age 9), riding horses together. 4. Collage of Mangos, Sweet potatoes, Broccoli 5. Queen Elizabeth 6. Three colored pencils: (Turquoise, purple and yellow)

Staður: Lucia og Vivie elska að vera hjá hestunum.

Ritningarsaga: Uppáhalds saga Zacs er þegar Jesús gekk á vatninu.

Ávöxtur eða grænmeti: Mangó (Lucia), sætar kartöflur (Vivie), spergilkál (Zac)

Litur: Fjólublár (Lucia), blágrænn (Vivie) og gulur (Zac)

Námsfag í skóla: Listir (Lucia og Vivie) og saga (Zac)

Page from the January 2023 Friend Magazine. Following Jesus in England

Myndskreyting: Lucy Semple Deakin