Frá Æðsta forsætisráðinu
Jesús er ljósið okkar
Tekið úr „The Light and Life of the World [Ljós og líf heimsins],“ Ensign, nóv. 1987, 63–66.
Eftir að Jesús var reistur upp, fór hann og vitjaði sumra íbúanna í Ameríku. Hann var klæddur hvítri skikkju og kom niður af himni. Hann rétti fram höndina og sagði: „Sjá, ég er Jesús Kristur. … Ég er ljós og líf heimsins“ (3. Nefí 11:10–11).
Jesús er ljós heimsins af því að kenningar og fordæmi hans lýsa upp leiðina til himnesks föður.
Lýsa upp leið okkar
Oaks forseti tilgreindi hvernig Jesús lýsir upp leið okkar á fjóra vegu. Finnið ritningarversið sem á við hverja leið.
-
Fordæmi hans sýnir okkur hvað okkur ber að gera.
-
Hann hjálpar okkur að vita hvað er rétt og hvað rangt.
-
Máttur hans eykur löngun okkar til að breyta rétt.
-
Ljósið hans lýsir okkur á erfiðum tímum.