Svo hávaðasamt!
Hávaðinn var svo mikill. Hvar gat Luke fundið frið?
Luke stundi. Hávaðinn var svo mikill. Bræður hans, Tadd og John, rifust aftur. Jafnvel niður ganginn heyrði hann hróp þeirra í gegnum hurðina á herberginu þeirra. Systir hans, Lizzie, stillti tónlistina sína hátt aftur. Drum. Drum. Drum. Hann heyrði stanslaust hin stöðugu slög lágu nótnanna.
Luke reyndi að biðja bræður sína að hætta. „Farðu í burtu,“ sagði Tadd við hann. Luke bað síðan Lizzie að lækka tónlistina. Hún hækkaði bara tónlistina.
Luke langaði að fara út, þar sem hann gæti hugsað. Það var þó rigning.
Það var þó einn kyrrlátur staður sem Luke gat farið á. Í gær gáfu foreldrar hans honum sitt eigið herbergi – sem hann þurfti ekki að deila með Tadd og John. Það var í kjallaranum. Það var rétt svo nægilega stórt fyrir rúm og borð. Luke gat þó lokað herbergisdyrunum og dregið úr hávaðanum.
Luke fór niður í nýja herbergið sitt. Hann horfði í kringum sig á kassana sem hann hafði áður flutt niður. Hann sá mynd af Jesú standa upp úr einum kassanum. Luke hafi fengið myndina á skírnardegi sínum. Hann fann alltaf friðsæld koma yfir sig er hann horfði á myndina.
Luke tók myndina úr kassanum. Hann setti hana á borðið. Hann kraup og baðst fyrir. „Himneskur faðir,“ bað Luke, „stundum er svo hávaðasamt hér. Viltu hjálpa mér að finna frið.“
Lúkas lagðist í rúmið. Hann hugsaði um Jesú. Hann lærði í Barnafélaginu að Jesús gæti alltaf verið hjá honum. Líka að heilagur andi gæti alltaf fært frið.
Nokkru síðar kæmu mamma og pabbi heim úr vinnunni. Þau myndu tala við Tadd og John. Rifrildið myndi hætta. Nokkra stund. Þau myndu tala við Lizzie. Lizzie myndi lækka tónlistina. Nokkra stund. Þangað til mamma og pabbi færu aftur.
Luke lá þó í rúminu að sinni. Hann horfði á myndina af Jesú. „Kæri himneski faðir,“ hvíslaði Luke. „Viltu hjálpa mér að finna frið, þrátt fyrir allt annað sem á gengur í húsinu.“
Nokkru síðar var bankað á hurðina í herberginu hans. „Má ég koma inn?“ spurði mamma. „Hvað ertu að gera?“
„Tadd og John voru að rífast enn og aftur,“ sagði Luke. „Lizzie stillir líka tónlistina mjög hátt.“
„Ég veit. Þetta er erfitt, ekki satt?“ sagði mamma hans. „Pabbi er að tala við bræður þína núna. Ég skal svo tala við Lizzie í kvöld. Ég vildi þó fyrst sjá hvernig þú hefðir það.“
„Ég er í lagi. Ég gleðst yfir því að eiga þetta herbergi,“ sagði Luke.
„Ég líka,“ sagði mamma. „Ég sé að þú hefur sett mynd af Jesú á borðið.“
Luke brosti. „Ég gerði það. Hann mun hjálpa mér að gera herbergið mitt að stað friðar.“