2023
Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin
Janúar 2023


Nýja testamentið

Verkefni í Kom, fylg mérfyrir litlu börnin

Ljósmynd
A brother and sister play with sticks and dead grass while playing outside.

Fyrir Matteus 1; Lúkas 1

Útskýrið að Nýja testamentið fjalli um Jesú. Við lærum nafnið hans í fyrsta kapítulanum (sjá Matteus 1:21). Skrifið orðin Jesús Kristur á pappírsblað og fáið börnum ykkar eitthvað til að skreyta blaðið með!

Fyrir Matteus 2; Lúkas 2

Sýnið mynd af jólasögunni með Jesú, Maríu og Jósef. Útskýrið að Jesús hafi líka eitt sinn verið lítið barn. Segið þeim að foreldrar hans hafi elskað hann afar heitt – á sama hátt og þið elskið þau. Faðmið litlu börnin ykkar og segið þeim hvað þið elskið við þau.

Fyrir Jóhannes 1

Farið með litlu börnin ykkar í göngutúr. Virðið fyrir ykkur undur náttúrunnar – eins og trén, fuglana, vindinn eða himinhvolfið. Látið börnin ykkar tína upp steinvölur eða lykta blómin. Segið þeim: „Jesús elskar ykkur og skapaði þessa fallegu veröld fyrir ykkur.“

Fyrir Matteus 3; Markús 1; Lúkas 3

Syngið „Skírnin“ (Barnasöngbókin, 54). Útskýrið að Jesús hafi verið skírður til að hlýða himneskum föður. Dag einn geta litlu börnin ykkar líka valið að láta skírast! Segið börnum ykkar frá skírninni ykkar. Hvers vegna var hún ykkur sérstök?

Prenta