2010–2019
Ef þú ert ábyrgur
Apríl 2015


Ef þú ert ábyrgur

Við skulum sækja fram með því að læra skyldu okkar, taka réttar ákvarðanir, hegða okkur í samræmi við þær ákvarðanir og taka á móti vilja föður okkar.

Ég var einungis 12 ára gamall þegar trúboðarnir komu í fyrsta sinn til fæðingarborgar minnar í norður Chíle. Sunnudag einn, þegar ég hafði sótt litlu greinina í sex mánuði, bauð trúboði mér brauð er hann var að útdeila sakramentinu. Ég horfði á hann og sagði: „Ég get ekki.“

„Hvers vegna?“ svaraði hann.

Ég sagði við hann: „Vegna þess að ég er ekki meðlimur kirkjunnar.“1

Trúboðinn trúði mér varla. Augu hans ljómuðu. Ég held að hann hafi hugsað með sér: „Þessi piltur mætir á allar samkomur! Hvernig getur hann ekki verið meðlimur kirkjunnar?“

Trúboðarnir mættu á heimilið mitt næsta dag og gerðu allt sem þeir gátu til að kenna allri fjölskyldunni minni. Trúboðarnir héldu áfram að kenna þótt fjölskyldan mín hafði ekki áhuga því ég hafði sótt kirkju vikulega í rúma sex mánuði. Að lokum rann upp stóra stundin sem ég hafði beðið eftir, þeir buðu mér að gerast meðlimur kirkju Jesú Krists. Trúboðarnir útskýrðu fyrir mér að þar sem ég væri undir lögaldri þá þyrfti að fá leyfi foreldra minna. Ég fór með trúboðunum til föður míns haldandi að kærleiksríkt svar hans myndi verða: „Sonur, þegar þú hefur náð lögaldri, þá getur þú tekið þínar eigin ákvarðanir.“

Á meðan trúboðarnir ræddu við föður minn, baðst ég innilega fyrir að hjarta föður míns yrði mildað svo hann myndi veita leyfið sem ég sóttist eftir. Svar hans til trúboðana var eftirfarandi: „Öldungar, á síðustu sex mánuðum hef ég horft á son minn Jorge vakna snemma á hverjum sunnudagsmorgni, klæða sig í sitt fínasta og ganga til kirkju. Ég hef einungis séð kirkjuna hafa góð áhrif á líf hans.“ Síðan ávarpaði hann mig og kom mér að óvörum með því að segja: „Sonur, ef þú ert ábyrgur fyrir þessari ákvörðun þá hefur þú mitt leyfi til að skírast.“ Ég faðmaði föður minn, kyssti hann og þakkaði honum fyrir. Ég skírðist daginn eftir. Í síðustu viku voru 47 ár liðin frá þessum mikilvæga atburði í lífi mínu.

Hver er ábyrgð okkar sem meðlimir kirkju Jesú Krists? Joseph Fielding Smith forseta greindi frá henni á þennan hátt: „Okkar mikla ábyrgð er tvíþætt. … Í fyrsta lagi að leita eigin sáluhjálpar og í öðru lagi er skylda okkar gagnvart náunga okkar.”2

Þetta er þá aðal ábyrgðin sem faðir okkar hefur úthlutað okkur: Leita eigin sáluhjálpar og annarra með þeim skilningi að sáluhjálp merkir að ná æðstu dýrðargráðunni sem faðir okkar hefur í boði fyrir hlýðin börn sín.3 Þessi ábyrgð sem okkur hefur verið úthlutað – og sem við höfum fúslega móttekið – þarf að skilgreina forgang okkar, þrá okkar, ákvörðun okkar og okkar daglegu hegðun.

Þeir sem hafa öðlast þennan skilning sjá að upphafningu er sannarlega hægt að öðlast fyrir friðþægingu Jesú Krists og að mistakast að öðlast sáluhjálp er fordæming. Andstaða sáluhjálpar er fordæming, rétt eins og andstaða árangurs er að mistakast. Thomas S. Monson forseti kenndi okkur að „menn geta ekki verið rólegir lengi yfir meðalmennsku þegar þeir sjá að yfirburðir eru innan seilingar.“4 Hvernig getum við verið ánægð með nokkuð annað en upphafningu ef við vitum að upphafning er möguleg?

Leyfið mér að miðla fjórum lykilatriðum sem munu hjálpa okkur að uppfylla þrá okkar að vera ábyrg gagnvart föður okkar á himni sem og bregðast við væntingum hans um að verða eins og hann.

1. Læra skyldu okkar

Ef við erum meðvituð um vilja Guðs og ef við eigum að vera ábyrg gagnvart honum, þá verðum við að hefjast handa á því að læra, skilja, meðtaka og lifa samkvæmt hans vilja. Drottinn hefur sagt: „Lát því hvern mann læra skyldu sína og starfa af fullri kostgæfni í því embætti, sem hann hefur verið tilnefndur í.“5 Það er ekki nóg að þrá að gera það sem er rétt ef við leggjum okkur ekki fram um að skilja það sem faðirinn væntir af okkur og vill að við gerum.

Í sögunni Lísa í Undralandi, veit Lísa ekki hvaða leið hún á að fara svo hún spyr hreysiköttinn: „Viltu vera svo góður að segja mér, hvaða leið ég á að fara?“

„Það fer að miklu leyti eftir því, hvert þú vilt komast“, svaraði kötturinn.

„Það er mér næsta alveg sama um“, sagði Lísa.

„Þá skiptir líka engu hvaða leið þú ferð“, svaraði kötturinn.6

Við vitum, hins vegar, að vegurinn sem liggur að „ [trénu], sem [ber] girnilegan ávöxt, til þess fallinn að færa mönnum hamingju“7 – „er liggur til lífsins“ – er þröngur.“ Það tekur á að ferðast eftir honum og „fáir þeir, sem finna hann.“8

Nefí kenndi okkur að „orð Krists munu segja yður að fullu, hvað yður ber að gjöra.“9 Síðan bætti hann við að heilagur andi „mun sýna yður allt, sem yður ber að gjöra.“10 Við sjáum að við getum lært skyldu okkar af orðum Krists sem við meðtökum frá spámönnum, bæði til forna og í dag, og með persónulegri opinberun sem við hljótum með heilögum anda.

2. Taka ákvörðun

Hvort sem við höfum lært um endurreisn fagnaðarerindisins, ákveðið boðorð, skyldur tengdar því að þjóna í köllun eða sáttmála sem við gerum í musterinu þá er valið okkar að hegða okkur samkvæmt þessari nýju þekkingu. Sérhver hefur frelsi til að velja að gera helga sáttmála eins og skírn eða helgiathafnir musterisins. Gamla lögmálið segir „þér skuluð eigi sverja ranglega við nafn mitt,“11 vegna þess að hluti af trúarlífi fólks til forna var að sverja eiða. Á miðbaugi tímans, kenndi frelsarinn hins vegar æðri leið til að halda skuldbindingar okkar þegar hann sagði að þýddi já og nei þýddi nei.12 Orð einstaklingsins ættu að vera nægjanleg til að endurspegla sannleika og skuldbindingu gagnvart öðrum og sér í lagi þegar hinn aðilinn er faðir okkar á himnum. Að heiðra skuldbindingar okkar verður að yfirlýsingu sannleika og heiðarleika orða okkar.

3. Viðeigandi hegðun

Eftir að hafa lært skyldu okkar og tekið ákvarðanir sem eru tengdar þessum nýja skilningi þá þarf hegðun okkar þarf að vera í samræmi.

Kraftmikið dæmi um staðfestu í skuldbindingu gagnvart föður sínum er að finna í sögunni þegar lamaði maðurinn er færður frelsaranum til lækningar. „Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: ‚Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.‘“13 Við vitum að friðþæging Jesú Krists er nauðsynleg til að hljóta fyrirgefningu synda okkar en þegar Jesú læknaði lama manninn, þá hafði friðþægingarfórn Jesú Krists ekki átt sér stað. Fórnin í Getsemanegarðinum átti enn eftir að verða að veruleika. Jesú blessaði ekki einungis lama manninn með styrk til að standa upp og ganga heldu veitti hann honum einnig fyrirgefningu synda sinna og þar með sýndi hann á ótvíræðan hátt að honum myndi takast ætlunarverk sitt, skuldbindinguna sem hann hafði gert við föður sinn og að hann myndi í Getsemane garðinum og á krossinum gera það sem hann hafði lofað að gera.

Vegurinn sem við höfum valið að ganga er þröngur. Á leið okkar eru áskoranir sem munu krefjast trúar á Jesú Krist og okkar bestu viðleitni til að haldast á veginum og sækja fram. Við þurfum að iðrast, vera hlýðin og þolinmóð jafnvel þótt við skiljum ekki alltaf aðstæðurnar í kringum okkur. Við verðum að fyrirgefa öðrum og lifa samkvæmt því sem við höfum lært og með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið.

4. Fúslega taka á móti vilja föðurins

Ekki er einungis krafist af okkur, sem lærisveinum, að læra skyldu okkar, taka réttar ákvarðanir og hegða okkur í samræmi við það heldur er einnig grundvallaratriði að við þroskum fúsleika og getu til að taka á móti vilja Guðs, jafnvel þótt hann passi ekki við réttlátar þrár okkar og val.

Ég dáist af og þykir mikið til koma viðhorf líkþráa mannsins sem kom til Drottins „féll á kné og bað hann: ‚Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.‘“14 Líkþrái maðurinn krafðist einskins, jafnvel þótt að þrá hans hafi sennilega verið réttlát. Hann var einfaldlega reiðubúinn að taka á móti vilja Drottins.

Trúföst vinahjón okkar voru fyrir nokkrum árum blessuð með syni sem þau höfðu lengið beðið eftir og eftir miklar fyrirbænir. Þetta heimili fylltist gleði er vinir okkar og dóttir, sem var einkabarn þeirra, nutu félagskapar litla drengsins. Dag einn gerðist hins vegar nokkuð óvænt. Litli drengurinn, sem var einungis um þriggja ára gamall, féll fyrirvaralaust í dá. Ég hringdi í vin minn um leið og ég fékk fréttirnar og tjáði þeim stuðning okkar á þessum erfiða tíma. Svar hans varð mér að lexíu. Hann sagði: „Sé það vilji föðurins að taka drenginn til sín, þá er það í lagi okkar vegna.“ Orð vinar míns báru ekki með sér minnsta vott af kvörtun, uppreisn eða óánægju. Þvert á móti, þá var þakklæti til Guðs fyrir að hafa leyft þeim að njóta litla sonar síns í þennan stutta tíma það eina sem ég fann fyrir í orðum hans ásamt algjörum fúsleika hans til að taka á móti vilja föðurins þeim til handa. Nokkrum dögum síðar var litli drengurinn tekinn til sinna himnesku heimkynna.

Við skulum sækja fram með því að læra skyldu okkar, taka réttar ákvarðanir, hegða okkur í samræmi við þær ákvarðanir og taka á móti vilja föður okkar.

Hversu þakklátur ég er föður mínum að leyfa mér að taka þess ákvörðun fyrir 47 árum. Í gegnum árin hef ég lært að skilja að skilyrðið sem hann setti – taka ábyrgð á þessari ákvörðun – þýddi að vera ábyrgur gagnvart himneskum föður mínum og leitast eftir eigin sáluhjálp og öðrum til handa, þar með verða líkari því sem faðir minn væntir af mér og vill að ég verði. Á þessum sérstaka degi vitna ég að Guð, faðir okkar, og ástkær sonur hans lifa. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Gætið vinsamlega að því að „þótt sakramentið sé ætlað meðlimum kirkjunnar, þá ætti biskup ekki að tilkynna að því verði aðeins útdeild til meðlima. Ekkert ætti að gera til að varna þeim sem ekki eru í kirkjunni að meðtaka það“ (Handbook 2: Administering the Church [2010], 20.4.1.

  2. Teachings of Presidents of the Church: Joseph Fielding Smith (2013), 294.

  3. Sjá Kenning og sáttmálar 132:21–23.

  4. Thomas S. Monson, „To the Rescue,“ Ensign, maí 2001, 49; Liahona, júlí 2001, 58.

  5. Kenning og sáttmálar 107:99.

  6. Lewis Carroll, Alice’s Adventures in Wonderland (1920), 89.

  7. 1 Ne 8:10.

  8. Matt 7:14.

  9. 2 Ne 32:3.

  10. 2 Ne 32:5.

  11. 3 Mós 19:12.

  12. Sjá Matt 5:37.

  13. Mark 2:5.

  14. Mark 1:40.